Innlent

Barnaheill með nýjan ábendingahnapp

Hnappurinn eins og hann kemur fyrir á heimasíðu Barnaheilla.
Hnappurinn eins og hann kemur fyrir á heimasíðu Barnaheilla.
Barnaheill, í samvinnu við embætti ríkislögreglustjóra, hafa tekið í notkun nýjan og endurbættan ábendingahnapp.

Hnappurinn er fyrir þá sem vilja tilkynna um ólöglegt og óviðeigandi efni á netinu.

Allar ábendingar um ólöglegt efni, svo  sem efni þar sem börn eru beitt kynferðislegu ofbeldi, fara til embættis ríkislögreglustjóra, þar sem þær eru rannsakaðar og gripið til viðeigandi aðgerða.

Þá fara ábendingar um óviðeigandi efni, s.s. meiðyrði, hótanir eða haturstal um ákveðna hópa, til netþjónustuaðila til skoðunar.

Á undanförnum árum hafa Barnaheillum – Save the Children á Íslandi í auknum mæli borist ábendingar um myndefni af íslenskum börnum og unglingum á samskiptasíðum og svokölluðum félagsnetsíðum, þar sem hver og einn getur sett inn efni og myndir nafnlaust.

Hægt er að finna hnappinn á heimasíðu Barnaheill.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×