Erlent

Blaðamenn heimsækja Útey

19. ágúst síðastliðinn fengu ættingjar fórnarlambanna að sækja Útey heim.
19. ágúst síðastliðinn fengu ættingjar fórnarlambanna að sækja Útey heim. mynd/AFP
Yfirvöld í Noregi hafa nú í fyrsta sinn gefið blaðamönnum leyfi til að heimsækja Útey. Eyjan hefur verið lokuð síðan Anders Behring Breivik myrti 69 manns þann 22. júlí síðastliðinn.

150 blaðamenn og ljósmyndarar heimsóttu eyjuna í dag og var þeim gefið leyfi til að skoða sig um án lögreglueftirlits. Blaðamönnum var hins vegar bannað að bjóða þeim sem voru viðstödd árásina með í för. Stjórnendur hafa greint frá því að eyjan muni opna fyrir almenning innan skamms - mikilvægt sé þó að framtíðargestir eyjunnar muni bera virðingu fyrir þeim harmleik sem þar átti sér stað.

Eskil Pedersen, leiðtogi Æskulýðsfélags Verkamannaflokksins í Noregi, greindi frá því að um 600 milljónir íslenskra króna hafi borist til samtakanna. Fjármunirnir verða notaðir til að gera upp eyjuna og styrkja þá starfsemi sem þar hefur verið undanfarin ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×