Forseti virði stjórnarstefnu 4. október 2011 10:10 Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði í stefnuræðu sinni í gær að forseti lýðveldisins yrði að virða stefnu réttkjörinna stjórnvalda. Forsetinn þyrfti að vera hafinn yfir dægurþras stjórnmálanna, enda væri hann sameiningartákn þjóðarinnar. Ólafur Ragnar Grímsson hefur gagnrýnt ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur fyrir undanlátssemi í Icesave-málinu. Forsætisráðherra tilkynnti í síðasta mánuði að hún hygðist ræða þau ummæli við forsetann. Sá fundur hefur farið fram, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Ríkisráð fundaði í gær en gagnrýni forsetans á ríkisstjórnina bar ekki þar á góma. Jóhanna sagði í stefnuræðu sinni að stjórnarskráin legði forsetanum ákveðnar stjórnarathafnir í hendur, í orði kveðnu, en ráðherrar bæru jafnframt ábyrgð á þeim. Óumdeilanlegt væri að forsetinn hefði frelsi til að tjá sig opinberlega. Hann yrði þó að virða í orði og verki stefnu réttkjörinna stjórnvalda. „Það verður ekki ráðið af stjórnskipun landsins að gert sé ráð fyrir því að forseti lýðveldisins tali fyrir öðrum áherslum í pólitískum álitamálum en þeim sem stjórnvöld hafa mótað," sagði Jóhanna. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra sagði í ræðu sinni að forseti lýðveldisins gæti gert betur í sínum athöfnum. Það sagði hann reyndar líka um þingheim allan og fleiri aðila í samfélaginu, þar með talda fjölmiðla. Svandís Svavarsdóttir, umhverfis-, mennta- og menningarmálaráðherra, gagnrýndi forsetann einnig í gær. Hún sagði honum ætlað að flytja boðskap sameiningar og samstöðu en það hefði brugðist við þingsetningu á laugardag. „Forsetinn tók til máls sem stjórnmálamaður en ekki forseti, þingheimur átti þess ekki kost að svara honum á þessum vettvangi, heldur sátum við sem þægur skólabekkur undir ræðunni." Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði í stefnuræðu sinni í gær að forseti lýðveldisins yrði að virða stefnu réttkjörinna stjórnvalda. Forsetinn þyrfti að vera hafinn yfir dægurþras stjórnmálanna, enda væri hann sameiningartákn þjóðarinnar. Ólafur Ragnar Grímsson hefur gagnrýnt ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur fyrir undanlátssemi í Icesave-málinu. Forsætisráðherra tilkynnti í síðasta mánuði að hún hygðist ræða þau ummæli við forsetann. Sá fundur hefur farið fram, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Ríkisráð fundaði í gær en gagnrýni forsetans á ríkisstjórnina bar ekki þar á góma. Jóhanna sagði í stefnuræðu sinni að stjórnarskráin legði forsetanum ákveðnar stjórnarathafnir í hendur, í orði kveðnu, en ráðherrar bæru jafnframt ábyrgð á þeim. Óumdeilanlegt væri að forsetinn hefði frelsi til að tjá sig opinberlega. Hann yrði þó að virða í orði og verki stefnu réttkjörinna stjórnvalda. „Það verður ekki ráðið af stjórnskipun landsins að gert sé ráð fyrir því að forseti lýðveldisins tali fyrir öðrum áherslum í pólitískum álitamálum en þeim sem stjórnvöld hafa mótað," sagði Jóhanna. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra sagði í ræðu sinni að forseti lýðveldisins gæti gert betur í sínum athöfnum. Það sagði hann reyndar líka um þingheim allan og fleiri aðila í samfélaginu, þar með talda fjölmiðla. Svandís Svavarsdóttir, umhverfis-, mennta- og menningarmálaráðherra, gagnrýndi forsetann einnig í gær. Hún sagði honum ætlað að flytja boðskap sameiningar og samstöðu en það hefði brugðist við þingsetningu á laugardag. „Forsetinn tók til máls sem stjórnmálamaður en ekki forseti, þingheimur átti þess ekki kost að svara honum á þessum vettvangi, heldur sátum við sem þægur skólabekkur undir ræðunni."
Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira