Forseti virði stjórnarstefnu 4. október 2011 10:10 Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði í stefnuræðu sinni í gær að forseti lýðveldisins yrði að virða stefnu réttkjörinna stjórnvalda. Forsetinn þyrfti að vera hafinn yfir dægurþras stjórnmálanna, enda væri hann sameiningartákn þjóðarinnar. Ólafur Ragnar Grímsson hefur gagnrýnt ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur fyrir undanlátssemi í Icesave-málinu. Forsætisráðherra tilkynnti í síðasta mánuði að hún hygðist ræða þau ummæli við forsetann. Sá fundur hefur farið fram, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Ríkisráð fundaði í gær en gagnrýni forsetans á ríkisstjórnina bar ekki þar á góma. Jóhanna sagði í stefnuræðu sinni að stjórnarskráin legði forsetanum ákveðnar stjórnarathafnir í hendur, í orði kveðnu, en ráðherrar bæru jafnframt ábyrgð á þeim. Óumdeilanlegt væri að forsetinn hefði frelsi til að tjá sig opinberlega. Hann yrði þó að virða í orði og verki stefnu réttkjörinna stjórnvalda. „Það verður ekki ráðið af stjórnskipun landsins að gert sé ráð fyrir því að forseti lýðveldisins tali fyrir öðrum áherslum í pólitískum álitamálum en þeim sem stjórnvöld hafa mótað," sagði Jóhanna. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra sagði í ræðu sinni að forseti lýðveldisins gæti gert betur í sínum athöfnum. Það sagði hann reyndar líka um þingheim allan og fleiri aðila í samfélaginu, þar með talda fjölmiðla. Svandís Svavarsdóttir, umhverfis-, mennta- og menningarmálaráðherra, gagnrýndi forsetann einnig í gær. Hún sagði honum ætlað að flytja boðskap sameiningar og samstöðu en það hefði brugðist við þingsetningu á laugardag. „Forsetinn tók til máls sem stjórnmálamaður en ekki forseti, þingheimur átti þess ekki kost að svara honum á þessum vettvangi, heldur sátum við sem þægur skólabekkur undir ræðunni." Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði í stefnuræðu sinni í gær að forseti lýðveldisins yrði að virða stefnu réttkjörinna stjórnvalda. Forsetinn þyrfti að vera hafinn yfir dægurþras stjórnmálanna, enda væri hann sameiningartákn þjóðarinnar. Ólafur Ragnar Grímsson hefur gagnrýnt ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur fyrir undanlátssemi í Icesave-málinu. Forsætisráðherra tilkynnti í síðasta mánuði að hún hygðist ræða þau ummæli við forsetann. Sá fundur hefur farið fram, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Ríkisráð fundaði í gær en gagnrýni forsetans á ríkisstjórnina bar ekki þar á góma. Jóhanna sagði í stefnuræðu sinni að stjórnarskráin legði forsetanum ákveðnar stjórnarathafnir í hendur, í orði kveðnu, en ráðherrar bæru jafnframt ábyrgð á þeim. Óumdeilanlegt væri að forsetinn hefði frelsi til að tjá sig opinberlega. Hann yrði þó að virða í orði og verki stefnu réttkjörinna stjórnvalda. „Það verður ekki ráðið af stjórnskipun landsins að gert sé ráð fyrir því að forseti lýðveldisins tali fyrir öðrum áherslum í pólitískum álitamálum en þeim sem stjórnvöld hafa mótað," sagði Jóhanna. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra sagði í ræðu sinni að forseti lýðveldisins gæti gert betur í sínum athöfnum. Það sagði hann reyndar líka um þingheim allan og fleiri aðila í samfélaginu, þar með talda fjölmiðla. Svandís Svavarsdóttir, umhverfis-, mennta- og menningarmálaráðherra, gagnrýndi forsetann einnig í gær. Hún sagði honum ætlað að flytja boðskap sameiningar og samstöðu en það hefði brugðist við þingsetningu á laugardag. „Forsetinn tók til máls sem stjórnmálamaður en ekki forseti, þingheimur átti þess ekki kost að svara honum á þessum vettvangi, heldur sátum við sem þægur skólabekkur undir ræðunni."
Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira