Innlent

Mótmælin ekki stuðningsyfirlýsing við Sjálfstæðisflokkinn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Steingrímur J. Sigfússon hefur efasemdir um að mótmælin í kvöld séu stuðningsyfirlýsing við Sjálfstæðisflokkinn.
Steingrímur J. Sigfússon hefur efasemdir um að mótmælin í kvöld séu stuðningsyfirlýsing við Sjálfstæðisflokkinn. Mynd/ Anton Brink.
Ég ekki viss um að fólk sé að lýsa yfir stuðningi við Sjálfstæðisflokkinn, sagði Steingrímur Sigfússon fjármálaráðherra við upphaf ræðu sinnar í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra. Þannig brást hann við orðum Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, sem hafði bent á það í sinni ræðu að fólkið sem mótmælir fyrir utan Alþingishúsið væri ekki að lýsa yfir stuðningi við ríkisstjórnina.

„Við Íslendingar erum að sigrast á einhverjum mestu efnahagsáföllum sem nokkur vestræn þjóð hefur lent í á undanförnum árum," sagði Steingrímur. Hann viðurkenndi að margir ættu erfitt og um sárt að binda. Það yrði samt að viðurkenna þann árangur sem náðst hefði. Hagvöxtur væri genginn í garð og skerðing lífskjara stöðvuð. Atvinnuleysi væri farið að láta undan síga og hreyfing komin á húsnæðismarkaðinn. „Það eru óveðurskýin utan landssteinana sem er okkar mesta áhyggjuefni í dag," sagði Steingrímur og benti á að blikur væru á lofti í í Bandaríkjunum, en þó einkum í Evrópu.

Steingrímur viðurkenndi að það væri vissulega langt í land með að ná fullum efnahagslegum bata. Málflutningur stjórnarandstæðunnar yrði samt trúverðugri ef menn viðurkenndu þann árangur sem hefði náðst.




Tengdar fréttir

Virðing Alþingis ræðst af verkum þess

Bjarni Benediktsson segir að þingmenn og ráðherrar tali niður helstu stofnanir Íslands og spyr hvaða tilgangi það þjóni. Þetta sagði hann í umræðum um stefnuræðu Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra í kvöld.

Mótmæli og ræða í beinni á Vísi

Bein útsending er nú hafin frá setningaræðu Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, sem fram fer 19:50 í kvöld. Hafsteinn Hauksson, fréttamaður Stöðvar 2, lýsir öllu í beinni og ræðir við mótmælendur sem hafa tekið sér stöðu á Austurvelli.

Hvatti forsætisráðherra til að afnema verðtrygginguna

Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, hvatti forsætisráðherra til að láta verða af því að afnema verðtryggingu. Þannig gæti hún brugðist við áskorunum 34 þúsund manna sem hefðu skorað á hana að gera slíkt. Undirskriftasöfnun frá Hagsmunasamtökum heimilanna mætti ekki lenda ofan í skúffu. Þetta sagði hún í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld.

Bein útsending á Vísi frá Alþingi í kvöld

Bein útsending verður á Vísi.is frá umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld. Ræða Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, hefst klukkan 19:50 en útsending Vísis hefst klukkan 19:15. Hægt verður að nálgast útsendinguna á forsíðu Vísis.

Óeirðagrindurnar og tunnurnar komnar á Austurvöll

Lögreglumenn hafa nú sett óeirðargrindur fyrir framan Alþingishúsið. Búið er að boða til "tunnumótmæla“ á Austurvelli í kvöld þegar að Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, flytur stefnuræðu sína rétt fyrir klukkan átta. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu verður einhver viðbúnaður á svæðinu en hversu mikið vissi varðstjóri ekki. Eins og áður segir, hefst þingfundur á Alþingi klukkan 19:50 í kvöld og verður hægt að fylgjast með ræðunni og umræðum í beinni útsendingu á Vísi. Þá verður einnig fjallað um ræðuna og ræður einstakra þingmanna - allt hér á Vísi.

Sigmundur Davíð: Jóhanna er alltaf að lofa fleiri störfum

"Fyrir síðustu kosningar sagðist Samfylkingin vera búin að leggja grunn að 6000 störfum en það hefur ekkert spurst til þeirra," sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins á Alþingi í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×