Innlent

Reiðhjólakappi og bifreið lentu í árekstri

Aðalstræti.
Aðalstræti.
Kona á reiðhjóli og bifreið lentu í árekstri um klukkan níu í gærkvöldi nærri gatnamótum Suðurgötu  og Túngötu. Svo virðist sem konan hafi verið að hjóla niður Túngötu.

Samkvæmt slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu virðist bifreið svo hafa komið úr miðbænum, þar sem mótmælin fóru fram, og svo virðist sem konunni og bílnum hafi lent í árekstri. Ekki liggur fyrir hver ók á hvern.

Konan var flutt á spítala en ekki fengust upplýsingar um líðan hennar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×