Erlent

Obama beið ósigur í Fulltrúadeildinni

Tap Obama í fulltrúadeildinni gæti haft áhrif á endurkjör hans.
Tap Obama í fulltrúadeildinni gæti haft áhrif á endurkjör hans. mynd/AFP
Barack Obama tókst ekki að koma atvinnufrumvarpi sínu í gegnum fulltrúadeild Bandaríkjanna í dag. Frumvarpið var ætlað til að skapa störf í Bandaríkjunum. Hefði frumvarpið verið samþykkt í heild sinni hefði það þýtt tæplega 450 milljarða dollara innspýtingu í Bandarískan iðnað.

Atvinnuleysið í Bandaríkjunum mælist nú 9,1 prósent.

Repúblikaninn Eric Cantor í fulltrúadeild Bandaríkjanna sagði frumvarpið vera dautt í augum flokksbræðra sinna. Einnig voru erjur um frumvarpið meðal demókrata í fulltrúadeildinni.

Talið er að fulltrúar Repúblikana og Demókrata efist nú um hvort að Obama sé nægilega hæfur til þess að laga efnahagsvandamál Bandaríkjanna.

Í kjölfarið á kosningunni í þinginu sagði Obama að Repúblikanar ættu að ræða við demókrata ef þeir hafi áhyggju af frumvarpinu - að nauðsynlegt sé fyrir flokkana að vinna saman.

Eftir að Obama kynnti frumvarpið fyrir nokkru hélt hann í ferð um Bandaríkin til að kynna hugmyndir sínar. Samkvæmt könnunum voru Bandaríkjamenn yfirleitt nokkuð jákvæðir í garð frumvarpsins þó svo að það fæli í sér skattahækkanir á efnameiri borgara og fyrirtæki.

Frumvörp í Bandaríkjunum þurfa að fara í gegnum Fulltrúadeild (neðri deild) og Öldungadeild þingsins (efri deild) áður en þau eru samþykkt af forsetanum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×