Innlent

Baltasar í viðræðum um að leikstýra Wahlberg á nýjan leik

Leikstjórinn Baltasar Kormákur er sagður vera í viðræðum við Universal kvikmyndafyrirtækið um að hann taki að sér að leikstýra næstu mynd Mark Wahlbergs, "2 Guns". Eins og flestir vita leikur Wahlberg aðalhlutverkið í myndinni Contraband sem er endurgerð myndar Baltasars, Reykjavík-Rotterdam. Myndin hefur ekki enn verið frumsýnd en stikla úr henni hefur þegar vakið mikla athygli í netheimum.

Bandaríska kvikmyndatímaritið Variety segir að þeir sem öllu ráði hjá Universal hljóti að vera ánægðir með samstarf Baltasars og Wahlbergs því nú sé unnið að því að ráða Baltasar sem leikstjóra "2 Guns"

Myndin er unnin upp úr teiknimyndasögu og fjallar um tvo menn, fíkniefnalögreglumann og leyniþjónustumann hjá bandaríska flotanum, sem elta hvorn annan eftir að báðir stela peningum frá mafíunni.

Variety segir að Baltasar sé rísandi stjarna á meðal leikstjóra í Hollywood og því sé það gæfulegt hjá Universal að ráða hann strax í annað verkefni. Að auki hafi Baltasar tvö önnur verkefni í sigtinu, "Everest" og "Viking"


Tengdar fréttir

Stikla úr mynd Baltasars nýtur gríðarlegra vinsælda

Kynningarstikla fyrir kvikmyndina Contraband í leikstjórn Baltasars Kormáks er vinsælasta myndbandið á YouTube þessa stundina. Myndin kostaði 25 milljónir dollara í framleiðslu og skartar stórleikurum á borð við Mark Wahlberg.

Sýnishorn úr Hollywood-mynd Baltasars

Fyrsta sýnishornið úr Hollywood-kvikmyndinni Contraband, sem Baltasar Kormákur leikstýrir og er byggð á íslensku myndinni Reykjavík-Rotterdam, er nú komin á internetið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×