Erlent

Þrettán skotnir til bana í Pakistan

Þrettán létust þegar skæruliðar hófu skothríð á langferðabifreið fyrir utan borgina Quetta í Pakistan í nótt. Allir hinna látnu eru Shía múslímar, flestir kaupmenn á leið á markað fyrir utan borgarmörkin. Átta aðrir slösuðust í árásinni. Lögreglan segir að byssumennirnir hafi stöðvað bílinn, farið um borð og hafið skothríðina. Á svæðinu hafa átök á milli Shía og Súnnía verið tíð í gegnum árin og brutust út óeirðir í borginni eftir að fréttist af þessari síðustu árás.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×