Erlent

Byltingarmenn nálgast Sirte

mynd/AFp
Bardagamenn byltingarhersins í Líbíu nálgast nú eitt af síðustu vígjum Gaddafis, fyrrum einræðisherra landsins. Nú fyrir stuttu hertóku byltingarmennirnir smábæinn Qasr Abu Hadi, en það er talinn vera fæðingarstaður Gaddafis. Qasr Abu Hadi hefur legið í eyði í mörg ár en bærinn er steinsnar frá Sirte þar sem stuðningsmenn Gaddafis hafa vígbúist og kljást nú við byltingarmenn í jaðri bæjarins.

Stuðningsmenn Gaddafi hafa haldið bardagamönnum í skefjum hingað til og er slæmu skipulagi og samskiptaleysi byltingarmanna kennt um.

Talið er að bardagar muni halda áfram næstu daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×