Erlent

Dalai Lama fékk ekki vegabréfsáritun

Dalai Lama, andlegur leiðtogi Tíbeta, hefur aflýst fyrirhugaðri ferð sinni til Suður Afríku en þangað ætlaði hann að fara í boði Desmonds Tutu erkibiskups en þeir félagar eiga það sameiginlegt að hafa báðir fengið Friðarverðlaun Nóbels.

Suður afrísk stjórnvöld drógu það hinsvegar að veita Lama vegabréfsáritun að því er talsmaður hans segir. Stuðningsmenn Dalai Lama í Suður Afríku hafa mótmælt harðlega og segja að stjórnvöld í Suður Afríku hafi látið undan þrýstingi frá Kínverjum um að hleypa honum ekki inn í landið. Þessu hafa þarlend yfirvöld þó neitað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×