Erlent

Chris Christie tekur ákvörðun í vikunni

Chris Christie er fylkisstjóri í New Jersey.
Chris Christie er fylkisstjóri í New Jersey. mynd/AFP
Innanhúsmenn á skrifstofu Repúblikanans Chris Christie segja að hann muni gefa út yfirlýsingu varðandi hugsanlegt framboð til forsetaembættis Bandaríkjanna í þessari viku. Þrýst hefur verið á Christie, sem nú er fylkisstjóri New jersey, til að bjóða sig fram.

Talið er að margir repúblikanar séu óánægðir með núverandi frambjóðendur og að Christie geti uppfyllt kröfur kjósenda. Bakgrunnur Christie er afar góður en aðgerðir hans í New Jersey hafa fengið jákvæð viðbrögð.

Það má segja að Christie sé á síðasta snúningi með að tilkynna framboð sitt því flokkstjórnarfundur Repúblikanaflokksins verður haldið í Iowa í desember. Einnig verður prófkjör flokksins haldið um það leiti í New Hamshire.

Sumir eru þó á því að Christie sé of frjálslyndur fyrir núverandi andrúmsloft Repúblikanaflokksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×