Erlent

Tugir féllu í sjálfsmorðsárás í Mogadishu

Mynd/AP
Að minnsta kosti 70 fórust í öflugri sjálfsmorðssprengjuárás í Mogadisthu höfuðborg Sómalíu í dag. Vitni segja að stórum vörubíl hlöðnum sprengiefni hafi verið ekið að hliði stjórnarbyggingar í miðborginni þar sem hann sprakk í loft upp. Talsmaður hreyfingar Íslamista í landinu, al-Shabab hefur lýst ábyrgðinni á hendur sér. Þetta er viðamesta árás al-Shabab á borgina frá því liðsmenn hreyfingarinnar fóru frá henni í ágúst. Björgunarfólk á staðnum segir að 40 hið minnsta liggi sárir eftir sprenginguna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×