Innlent

Bensínverð lækkar um rúmar þrjár krónur

Bensínverð hjá Atlantsolíu hefur lækkað um þrjár og hálfa krónu í dag. Verðið er nú 228,90 krónur. Þá lækkar dísilolía um eina krónu. Hún kostar nú 231, 40 krónur.

Orkan lækkar einnig verð á á bensíni, eða um 3,4 krónur. Líterinn af bensíni kostar nú það sama og hjá Atlantsolíu, eða 228, 90 krónur. Þá kostar dísil olían 231,3 krónur. Þess má geta að það var Orkan sem reið á vaðið með að lækka bensínverðið í morgun.

Ástæða lækkunarinnar er lækkun á heimsmarkaðsverði, bensínið hefur lækkað mun meira en dísel olían að undanförnu samkvæmt upplýsingum frá Orkunni.

Hæsta bensínverðið í sjálfsafgreiðslu eru 235 krónur hjá Shell samkvæmt upplýsingum sem finna má á GSMbensín.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×