Innlent

Datt ofan í Reykjavíkurhöfn

Mynd tengist frétt ekki beint
Mynd tengist frétt ekki beint mynd úr safni
Manneskja féll ofan í Reykjavíkurhöfn um sex leytið í dag. Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu er verið að vinna að því að ná manneskjunni upp úr höfninni. Svo virðist sem hún hafi dottið af bryggjunni en ekki er vitað meira um málið að svo stöddu.

Nokkur fjöldi sjúkra-, slökkviliðs- og lögreglubílar eru á vettvangi samkvæmt fréttamanni Vísis sem er á staðnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×