Innlent

Trúir ekki að málið hafi gerst eins og því er lýst í dómnum

Ragnar Aðalsteinsson.
Ragnar Aðalsteinsson.
„Þessi atburðir gerðust ekki með þeim hætti sem lýst er í dómnum," segir Ragnar Aðalsteinsson, sem reyndi að fá mál Sævars Cisielski endurupptekið fyrir fimmtán árum síðan. Hæstiréttur hafnaði endurupptökunni hinsvegar.

Ragnar vonast til þess að málið upplýsist einn daginn. „Ég geri von um að það upplýsist einn daginn og þá líklega óvænt," segir Ragnar.

Sævar var, eins og kunnugt er, dæmdur fyrir að hafa orðið Guðmundi og Geirfinni að bana árið 1980.

Geirfinnsmálið hefur verið í umræðu í þjóðfélaginu í tvo áratugi. Rannsókn málsins hefur verið gagnrýnd harðlega auk þess sem fjórmenningarnir sem voru dæmdir í málinu sættu gæsluvarðhaldi í fleiri mánuði og jafnvel ár. Þau játuðu sök en drógu öll játninguna til baka.

Fréttastofa Stöðvar 2 ræddi við réttarsálfræðinginn Gísla Guðjónsson í gærkvöldi. Hann sagði þá að margt benti til þess að játning Tryggva Leifssonar, hefði verið fölsk.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×