Fleiri fréttir

Thorning hyllt af flokksfélögum

Helle Thorning-Schmidt var hyllt þegar að hún mætti á kosningavöku sósíaldemókrata í Kaupmannahöfn í nótt. Þar fagna flokksmenn því að hún verður væntanlega næsti forsætisráðherra landsins. Sósíaldemókratar og stuðningsflokkar þeirra unnu nauman sigur á Venstre og stuðningsmönnum þeirra í kosningunum í dag.

Kona forsætisráðherra Danmerkur í fyrsta skiptið

Vinstrimenn höfðu betur í þingkosningum í Danmörku í kvöld og náðu 89 þingsætum á móti bláa bandalaginu sem fékk 86 þingsæti. Því var mjótt á munum en búið er að telja nær öll atkvæði.

Árvakur íhugaði að kaupa út nágranna sem eru tengdir Wikileaks

Framkvæmdastjóri Data Cell, Ólafur Sigurvinsson, segir að forsvarsmenn Árvakurs, eiganda Morgunblaðsins, hafi íhugað að borga fyrirtækinu 25 milljónir fyrir að flytja úr höfuðstöðvum Morgunblaðsins í Hádegismóa, þar sem fyrirtækið leigir skrifstofur. Þetta kemur fram í Fréttatímanum sem verður dreift í hús á morgun.

Færri feður heima

Feðrum sem taka fæðingarorlof heldur áfram að fækka og þeir sem fara í orlof eru í sífellt skemmri tíma. Lægri greiðslur til foreldra í orlofi og efnahagsástandið ráða þar mestu um, segir framkvæmdastjóri Fæðingarorlofssjóðs.

Telja innistæðu fyrir helmingslækkun á fasteignaverði

Sérfræðingar telja að innistæða sé fyrir allt að 50 prósenta lækkun á fasteignaverði ofan á þá leiðréttingu sem þegar hefur komið fram frá hruni. Eina leiðin til að breyta horfunum sé að lækka vexti og auka kaupmátt.

Tugur þingmanna á mælendaskrá - líklega fundað fram á nótt

Enn hefur ekki verið samið um þinglok, en önnur umræða um breytingar á stjórnarráðinu stendur nú yfir. Yfir tugur þingmanna er á mælendaskrá og búist er við að þeir fundi fram á nótt, en umræður stóðu yfir í þingsal til klukkan fjögur í morgun.

Leyfi fengið til stækkunar Reykjanesvirkjunar

Virkjunarleyfi vegna stækkunar Reykjanesvirkjunar, sem tekist hefur verið á um í tvö ár, var gefið út nú síðdegis. Ein stærsta hindrun í vegi álversframkvæmda í Helguvík er þar með úr sögunni.

Ríkisstjórn Danmerkur fallin

Ríkisstjórn Danmerkur er fallin samkvæmt fyrstu útgönguspám í Danmörku og danska ríkisútvarpið greindi frá um klukkan sex. Þannig fá vinstri flokkarnir 90 þingsæti sem er meirihluti en tæpur þó. Ef úrslitin fara eins og könnunin gefur til kynna verður Helle Thorning-Schmidt fyrsta konan til þess að verða forsætisráðherra Danmerkur.

Kyrrsettu flutningavagn vegna óviðunandi frágangs

Lögreglan kyrrsetti flutningavagn í vikunni vegna óviðunandi frágangs á farmi. Eins og sést á meðfylgjandi mynd þá var ekki skjólborð fremst á vagninum og því ekkert sem hindraði framskrið stálbitans. Hér hefði getað farið illa samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Best að fjárfesta í Bordeaux

Öruggasta leiðin til þess að fjárfesta í rauðnvíni er að kaupa Bordeaux vín segir Ólafur Örn Ólafsson, forseti vínþjónasamtaka Íslands.

Hafnfirski milljónamæringurinn hefur ekki gefið sig fram

Vinningshafinn í Víkingalottóinu í gærkvöldi hefur ekki gefið sig fram við Íslenska getspá. Hann varnn um fimmtíu milljónir króna og var miðinn keyptur í söluturninum Jolla í Hafnarfirði. Sá sem keypti miðann keypti einungis eina röð sem kostaði fimmtíu krónur.

Duftið grunsamlega líklega úr slökkvitæki

Líkur eru taldar á því að duftið grunsamlega sem fannst á kjörstað í Danmörku í morgun hafi verið úr duftslökkvitækjum en eldur kom upp í skólanum fyrir nokkrum árum. Duftið sáldraðist út úr rafmagnsdós í morgun þegar rafvirki var að vinna í skólanum. Hann sýndi einskonar ofnæmisviðbrögð við duftinu og það gerðu tveir einstaklingar aðrir sem komu að og því var ákveðið að rýma skólann. Duftið er þó enn í rannsókn og hefur kjörstaður hverfisins verið færður í nærliggjandi kirkju.

Langflestar kostaðar stöður við Háskóla Íslands

Tuttugu og sex stöður í háskólum á Íslandi hafa verið kostaðar af aðilum öðrum en skólunum sjálfum frá árinu 2000. Þetta kemur fram í svari Svandísar Svavarsdóttur, setts menntamálaráðherra, við fyrirspurn Eyglóar Harðardóttur, þingmanns Framsóknarflokksins. Langflestar stöðurnar eru við Háskóla Íslands, eða 21 samtals. Fjórar stöður eru við Háskólann í Reykjavík og ein við Háskólann á Akureyri.

Hundur beit stúlku á reiðhjóli

Stúlka var bitin af hundi í suðurbænum í Hafnarfirði í gær. Stúlkan var á reiðhjóli og beit hundurinn hana í fótinn svo á sá en flúði svo af vettvangi. Hann fannst svo eftir leit lögreglu í nágrenninu og var fangaður. Eigandinn var hinsvegar hvergi sjáanlegur en hann var með hundinum þegar hann beit stúlkuna. Síðdegis í gær fékk lögreglan aðra tilkynningu þar sem hundur kom við sögu. Sá glefsaði í konu í Ártúnsholti í Reykjavík með þeim afleiðingum að fatnaður hennar skemmdist.

Alsæl með verðlaunin

„Ég er alsæl með þetta. Svo er maður líka bara svo þakklátur af því að það voru svo margir sem komu að þessu," segir Katrín Júlíusdóttir, ráðherra ferðamála, um þá viðurkenningu sem Inspired by Iceland átakið hefur fengið. Átakið vann í gærkvöldi til gullverðlauna á European Effie awards, en verðlaunin eru þau virtustu sem evrópsku auglýsingafólki getur hlotnast.

Cameron og Sarkozy heimsækja Líbíu

David Cameron forsætisráðherra Bretlands og Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti eru nú staddir í Líbíu en þeir eru háttsettustu leiðtogar vestrænna ríkja sem heimsótt hafa landið frá því einræðisherranum Gaddafí var komið frá völdum.

Íslendingar keppa um Bermúdaskálina

Landslið Íslands í Bridge mun keppa á ný um Bermúdaskálina eftirsóttu eða heimsmeistaratitilinn í veitakeppni í bridge í ár. Tuttugu ár eru síðan að íslenska liðið hreppti titilinn eftirsótta.

Gjaldþrot sólarkísilverksmiðju skekur Bandaríkjastjórn

Gjaldþrot sólarkísilverksmiðju í Kaliforníu skekur ríkisstjórn Baracks Obama, sem er sökuð um að hafa sólundað 60 milljörðum króna í fyrirtæki sem átti að verða táknmynd endurreisnar bandarísks efnahagslífs.

Segir ríkisstjórnina þrýsta Alcoa út af borðinu

Formaður bæjarráðs Norðurþings kennir núverandi ríkisstjórn um að Alcoa íhugi nú að hætta við álver á Bakka og segir hana engan áhuga hafa á verkefninu. Ríkisstjórnin noti friðun Gjástykkis meðal annars til að koma álveri út af borðinu.

Um 60% vilja Hönnu Birnu en 13% vilja Bjarna

Um 59% aðspurðra í skoðanakönnun MMR segjast frekar vilja Hönnu Birnu Kristjánsdóttur en Bjarna Benediktsson sem formann Sjálfstæðisflokksins, sé einungis litið til svara þeirra sem tóku afstöðu. Um 13,4% sögðust heldur vilja Bjarna en 27,9% sögðust hvorugt þeirra vilja.

Reknir úr skólanum vegna fíkniefnaneyslu

„Þetta er sorglegt mál og reynir eðlilega mikið á alla í svona samfélagi," segir Páll Magnús Skúlason, aðstoðarskólameistari Menntaskólans á Laugarvatni, en þrír nemendur skólans hafa verið reknir úr skólanum vegna fíkniefnaneyslu.

Ósæmandi að segja upp starfsfólkinu í Hveragerði

Guðbjartur Hannesson heilbrigðisráðherra segir ekkert annað koma til greina en að Heilsustofnunin í Hveragerði verði áfram starfandi. Hann segir ósæmandi að beita uppsögnum til að þrýsta á um rekstrarsamninga.

Fölsuð skilríki á Keflavíkurflugvelli

Karlmaður á fertugsaldri var dæmdur í þrjátíu daga fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í gær fyrir framvísa fölsuðu vegabréfi á Keflavíkurflugvelli á mánudaginn. Maðurinn er íraskur ríkisborgari en á vegabréfinu sem hann framvísaði kom fram að hann væri portúgalskur. Maðurinn krafðist sýknu á grundvelli samningsa Sameinuðu þjóðanna um stöðu flóttamanna og játaði brot sitt fyrir dómi. Það er útlendingastofnun sem tekur ákvörðun um það hvort að honum verður vísað úr landi eða veitt hæli hér á landi.

Tveir látnir í ferjubrunanum í Noregi og fjögurra er saknað

Tveir eru látnir eftir að eldur kom upp í norsku ferjunni Hurtigruten Nordlys, þegar hún var á siglingu rétt hjá Álasundi í morgun. Tólf hafa verið fluttir á sjúkrahús og 100 manns var komið í björgunarbáta. Fjögurra er saknað.

Ráðleggur lottóvinningshafa að kaupa rauðvín

Menn eiga að kaupa rauðvín, segir Vilhjálmur Bjarnason, lektor við Háskóla Íslands, aðspurður um það hvað einstaklingar geti gert við 50 milljónir króna. Eins og greint hefur verið frá í fjölmiðlum vann Íslendingur 50 milljónir í Víkingalottó í gær. Þótt flesta dreymi eflaust um svo góða glaðninga er ekki víst að allir sem vita hvernig skynsamlegast er að verja sliku fé.

Kjörstaður rýmdur í Danmörku

Grunnskóli í Nykøbing í Danmörku, sem er kjörstaður í dag, var rýmdur í morgun þegar að þar fannst grunsamlegt duft. Eins og kunnugt er fara fram þingkosningar í Danmörku í dag. Skólanum var lokað um klukkan korter yfir níu að íslenskum tíma, eftir því sem danska ríkisútvarpið greinir frá. Fjórir til fimm einstaklingar eru slappir eftir að hafa komist í tæri við efnið, segir danska lögreglan. Kjörstaðurinn verður lokaður þar til menn hafa áttað sig á því hvað þarna er á seyði. Götur umhverfis skólann hafa einnig verið girtar af.

Veist þú um Ben Stiller?

Það er ekki á hverjum degi sem frægir leikarar frá Hollywood koma til Íslands en það gerist þó annað slagið. Stórstjarnan Ben Stiller er nú staddur hér á landi og sást til hans í miðborg Reykjavíkur í gær ásamt vinum sínum.

Heimilum haldið í skuldaspennitreyju

Heimilum og litlum fyrirtækjum er haldið í skuldaspenntreyju á meðan bankarnir sýna methagnað vegna afslátta af skuldum, segir Guðlaugur Þór Þórðarson. Guðlaugur Þór, sem er þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur farið fram á fund í viðskiptanefnd til að ræða árshlutauppgjör bankanna.

Eldur í norskri ferju - fimm á sjúkrahús

Eldur kom upp norskri ferju, Hurtigruten Nordlys, þegar hún var á siglingu rétt hjá Álasundi í morgun. Fimm hafa verið fluttir á sjúkrahús og 100 manns var komið í björgunarbáta. Ferjan er nú komin að bryggju í Álasundi og berjast slökkviliðsmenn við eldinn sem kom upp í vélarrúmi skipsins. Verið er að rýma nokkur hverfi í Álasundi þar sem menn óttast að reykurinn frá ferjunni innihaldi skaðleg efni. 262 voru um borð í skipinu þegar eldurinn kom upp.

Reynt að fá Palestínumenn til að hætta við umsókn

Bandarískir og evrópskir diplómatar gera nú allt sem í þeirra valdi stendur til þess að fá Palestínumenn til þess að hætta við umsókn sína að Sameinuðu þjóðunum. Háttsettir menn í utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna eru í Palestínu ásamt Catherine Ashton sem fer með utanríkismál Evrópusambandsins og Tony Blair sérstaks erindreka kvartettsins svokallaða.

Funduðu til að verða fjögur í nótt

Litlar líkur eru á því að þingmönnum við Austurvöll takist að klára þingstörfin í dag eins og til stóð. Enn er tekist á um frumvarp um breytingar á stjórnarráðinu og var fundað til að ganga fjögur í nótt.

Danir ganga til kosninga

Kjörstaðir voru opnaðir í Danmörku klukkan sjö í morgun en Danir ganga nú til þingkosninga. Allar kannanir benda til þess að vinstri flokkar nái meirihluta á þinginu með jafnaðarmenn í broddi fylkingar.

Stiller drakk Macchiato á Skólavörðustíg

Hollywood-stjarnan Ben Stiller spókaði sig með vinum sínum í miðborg Reykjavíkur í gær. Meðal annars sást til Stillers á Café Babalú á Skólavörðustíg þar sem hann fékk sér einn bolla af Macchiato.

Fóru í sund eftir skólaball

Sjö ungmenni, um nítján ára gömul, voru í nótt rekin upp úr sundlauginni við Ölduselsskóla. Lögreglan kom að ungmennunum um klukkan þrjú í nótt og hlýddu þau undanbragðalaust fyrirmælum lögreglu um að koma sér upp úr.

Fékk gull fyrir góðan árangur

Íslenska auglýsingaherferðin Inspired by Iceland fékk í gær gullverðlaun á EFFIE-auglýsingahátíðinni fyrir besta árangur evrópskrar auglýsingaherferðar sem byggði á notkun samfélagsmiðla.

Tíu ár að baki en sjaldan meiri erfiðleikar

Afganar standa nú á tímamótum. Þrátt fyrir að vera enn í strangri gjörgæslu alþjóðaherliðs eru þeir byrjaðir að feta fyrstu skrefin í átt að algjörri sjálfstjórn. Mörg áföll hafa dunið yfir undanfarnar vikur og mánuði. Stígur Helgason var fyrir skömmu í Kabúl og reyndi að glöggva sig á því hvort mögulega sæi fyrir endann á óförum þessarar stríðshrjáðu þjóðar.

Hjólið bilar síður ef því er haldið nógu vel við

Reiðhjól bila stundum vegna þess að þeim er ekki haldið nógu vel við, sérstaklega að vetrinum þegar slabb og salt er á götunum. Þess vegna er mikilvægt að huga vel að reiðhjólunum ef fara á á þeim daglega í og úr vinnu. Eitt mikilvægra atriða við að halda reiðhjólum við er að hafa keðjuna alltaf hreina og vel smurða og jafnframt vel spennta. Hætta er á að keðjan detti af ef hún er ekki nógu vel spennt.

Nemendur misvel undirbúnir eftir skólum

Nemendur sögðust vera misvel búnir fyrir nám í háskóla eftir því hvaða framhaldsskólum þeir komu úr, samkvæmt könnun sem Háskóli Íslands og Stúdentaráð unnu í fyrra og var fjallað um í Fréttablaðinu.

Minna skip hentar Landeyjahöfn betur

Breiðafjarðarferjan Baldur hefur síðustu daga leyst Herjólf af í siglingum milli lands og Eyja. Dæluskipið Skandia hefur á meðan legið óhreyft í höfn, þar sem ekki hefur reynst ástæða til að dýpka Landeyjahöfn meðan á siglingum Baldurs hefur staðið. Baldur er nokkuð minna skip en Herjólfur og ristir ekki jafn djúpt.

Sjá næstu 50 fréttir