Árvakur íhugaði að kaupa út nágranna sem eru tengdir Wikileaks 15. september 2011 20:36 Morgunblaðið. Mynd úr safni. Framkvæmdastjóri Data Cell, Ólafur Sigurvinsson, segir að forsvarsmenn Árvakurs, eiganda Morgunblaðsins, hafi íhugað að borga fyrirtækinu 25 milljónir fyrir að flytja úr höfuðstöðvum Morgunblaðsins í Hádegismóa, þar sem fyrirtækið leigir skrifstofur. Þetta kemur fram í Fréttatímanum sem verður dreift í hús á morgun. Data Cell komst í heimsfréttirnar fyrir nokkrum mánuðum þegar greiðslukortafyrirtæki lokuðu á fyrirtækið vegna tengsla þess við WikiLeaks. Fyrirtækið hefur meðal annars stefnt greiðslukortafyrirtækjum fyrir aðgerðirnar og krefst átta milljarða íslenskra króna í skaðabætur. Nú eru skrifstofur Data Cell fyrir neðan blaðamenn í Hádegismóanum og svo virðist sem það hafi farið illa í forsvarsmenn Morgunblaðsins að sögn Ólafs. Hann segir að forsvarsmennirnir hafi verið óánægðir með að sjá Kristinn Hrafnsson, fréttamann og annan forsprakka WikiLeaks, í Hádegismóum. Ólafur segir að ákveðnir menn á vegum Árvakurs hafi komið að máli við þá og gefið sterklega til kynna að að þeir vildu losna við fyrirtækið úr höfuðstöðvunum. Ólafur segir í viðtali við Fréttatímann að hann hafi í sjálfu sér ekki verið á móti því að flytja. Hann hafi þó gert þá kröfu að Árvakur myndi greiða þann kostnað sem af flutningum hlytist, sem eru 25 milljónir króna samkvæmt útreikningum Ólafs. Þess má reyndar geta að húsnæðið er ekki í eigu Árvakurs. Ólafur segir svo að Árvakur hafi tekið sér tvær vikur til þess að íhuga tilboð Data Cell. Síðan hafi þeir ekki haft samband á ný. Því virðist sem svo að fyrirtækið sætti sig við nágranna sína - í bili að minnsta kosti. Hér má svo nálgast Fréttatímann Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Erlent Fleiri fréttir Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Sjá meira
Framkvæmdastjóri Data Cell, Ólafur Sigurvinsson, segir að forsvarsmenn Árvakurs, eiganda Morgunblaðsins, hafi íhugað að borga fyrirtækinu 25 milljónir fyrir að flytja úr höfuðstöðvum Morgunblaðsins í Hádegismóa, þar sem fyrirtækið leigir skrifstofur. Þetta kemur fram í Fréttatímanum sem verður dreift í hús á morgun. Data Cell komst í heimsfréttirnar fyrir nokkrum mánuðum þegar greiðslukortafyrirtæki lokuðu á fyrirtækið vegna tengsla þess við WikiLeaks. Fyrirtækið hefur meðal annars stefnt greiðslukortafyrirtækjum fyrir aðgerðirnar og krefst átta milljarða íslenskra króna í skaðabætur. Nú eru skrifstofur Data Cell fyrir neðan blaðamenn í Hádegismóanum og svo virðist sem það hafi farið illa í forsvarsmenn Morgunblaðsins að sögn Ólafs. Hann segir að forsvarsmennirnir hafi verið óánægðir með að sjá Kristinn Hrafnsson, fréttamann og annan forsprakka WikiLeaks, í Hádegismóum. Ólafur segir að ákveðnir menn á vegum Árvakurs hafi komið að máli við þá og gefið sterklega til kynna að að þeir vildu losna við fyrirtækið úr höfuðstöðvunum. Ólafur segir í viðtali við Fréttatímann að hann hafi í sjálfu sér ekki verið á móti því að flytja. Hann hafi þó gert þá kröfu að Árvakur myndi greiða þann kostnað sem af flutningum hlytist, sem eru 25 milljónir króna samkvæmt útreikningum Ólafs. Þess má reyndar geta að húsnæðið er ekki í eigu Árvakurs. Ólafur segir svo að Árvakur hafi tekið sér tvær vikur til þess að íhuga tilboð Data Cell. Síðan hafi þeir ekki haft samband á ný. Því virðist sem svo að fyrirtækið sætti sig við nágranna sína - í bili að minnsta kosti. Hér má svo nálgast Fréttatímann
Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Erlent Fleiri fréttir Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Sjá meira