Innlent

Ósæmandi að segja upp starfsfólkinu í Hveragerði

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Fréttirnar af uppsögnunum komu Guðbjarti í opna skjöldu.
Fréttirnar af uppsögnunum komu Guðbjarti í opna skjöldu.
Guðbjartur Hannesson heilbrigðisráðherra segir ekkert annað koma til greina en að Heilsustofnunin í Hveragerði verði áfram starfandi. Hann segir ósæmandi að beita uppsögnum til að þrýsta á um rekstrarsamninga.

Það var Árni Þór Sigurðsson, þingmaður VG, sem vakt athygli á málinu í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. Árni benti á að þjónustusamningur stofnunarinnar við ríkið rynni út um áramótin og samkvæmt frásögnum fjölmiðla hefði öllu starfsfólki verið sagt upp vegna þessi að forsvarsmenn stofnunarinnar teldu að engar raunverulegar viðræður hefðu farið fram um áframhaldandi rekstur.

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra sagði að búast mætti við því að stofnunin þyrfti að taka á sig svipaðan niðurskurð og aðrar stofnanir sem heyra undir ráðuneytið, um 2-3%. Hann tók skýrt fram að engri stofnun yrði lokað fyrirvaralaust. Það hefði komið sér verulega á óvart að heyra að starfsfólki stofnunarinnar hefði verið sagt upp. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×