Heimilum haldið í skuldaspennitreyju Jón Hákon Halldórsson skrifar 15. september 2011 09:50 Guðlaugur Þór Þórðarson hefur óskað eftir fundi í viðskiptanefnd. Mynd/ Vilhelm. Heimilum og litlum fyrirtækjum er haldið í skuldaspennitreyju á meðan bankarnir sýna methagnað vegna afslátta af skuldum, segir Guðlaugur Þór Þórðarson. Guðlaugur Þór, sem er þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur farið fram á fund í viðskiptanefnd til að ræða árshlutauppgjör bankanna. Þar vekur hann athygli á því að hagnaður þriggja stóru bankanna hafi numið samtals tæplega 42,7 milljörðum króna á fyrri hluta ársins. Hagnaður Landsbankans var 24,4 milljarðar króna, hagnaður Arion banka nam 10,2 milljörðum króna og hagnaður Íslandsbanka tæplega 8,1 milljarði króna. Hagnaðurinn hafi numið tæpum 26 milljörðum á sama tímabili í fyrra. „Mér sýnist hagnaður bankanna sé fyrst og fremst sá að menn séu að reikna upp eignir," segir Guðlaugur Þór Þórðarson. Samkvæmt svari fjármálaráðherra við fyrirspurn sinni hafi bankarnir fengið skuldir Landsbankans með 50% afslætti í tilfelli fyrirtækja og 33% í tilfelli einstaklinga. Það sé óhætt að heimfæra þessa niðurstöðu yfir á hina bankana. „Inni í því eru ekki stóru fyrirtækin flest hver. Þau voru eftir í gömlu bönkunum," segir Guðlaugur Þór. Ársreikningar og árshlutauppgjör sýni það svo að menn hafi uppreiknað þessa afslætti. „Menn eru að meta það að það þurfi ekki að veita fyrirtækjunum 50% afslætti heldur minna en það," segir Guðlaugur Þór. „Áhyggjur mínar eru þær að við séum að festa fólk og fyrirtæki í skuldaspennitreyju og við verðum að því næstu tíu, tuttugu til þrjátíu árin að greiða vexti," segir Guðlaugur Þór og bendir á að þetta eigi í það minnsta við um stóran hluta þjóðarinnar. „Og á meðan fólk er að greiða svo háa vexti að þá er þetta efnahagslíf ekkert að fara af stað," segir Guðlaugur Þór. Allir tapi á því ef efnahagslífið fari ekki af stað. Guðlaugur Þór segir að Áflheiður Ingadóttir, formaður viðskiptanefndarinnar, hafi tekið vel í fundarbeiðni sína. Fundartími hafi þó ekki verið ákveðinn. Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
Heimilum og litlum fyrirtækjum er haldið í skuldaspennitreyju á meðan bankarnir sýna methagnað vegna afslátta af skuldum, segir Guðlaugur Þór Þórðarson. Guðlaugur Þór, sem er þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur farið fram á fund í viðskiptanefnd til að ræða árshlutauppgjör bankanna. Þar vekur hann athygli á því að hagnaður þriggja stóru bankanna hafi numið samtals tæplega 42,7 milljörðum króna á fyrri hluta ársins. Hagnaður Landsbankans var 24,4 milljarðar króna, hagnaður Arion banka nam 10,2 milljörðum króna og hagnaður Íslandsbanka tæplega 8,1 milljarði króna. Hagnaðurinn hafi numið tæpum 26 milljörðum á sama tímabili í fyrra. „Mér sýnist hagnaður bankanna sé fyrst og fremst sá að menn séu að reikna upp eignir," segir Guðlaugur Þór Þórðarson. Samkvæmt svari fjármálaráðherra við fyrirspurn sinni hafi bankarnir fengið skuldir Landsbankans með 50% afslætti í tilfelli fyrirtækja og 33% í tilfelli einstaklinga. Það sé óhætt að heimfæra þessa niðurstöðu yfir á hina bankana. „Inni í því eru ekki stóru fyrirtækin flest hver. Þau voru eftir í gömlu bönkunum," segir Guðlaugur Þór. Ársreikningar og árshlutauppgjör sýni það svo að menn hafi uppreiknað þessa afslætti. „Menn eru að meta það að það þurfi ekki að veita fyrirtækjunum 50% afslætti heldur minna en það," segir Guðlaugur Þór. „Áhyggjur mínar eru þær að við séum að festa fólk og fyrirtæki í skuldaspennitreyju og við verðum að því næstu tíu, tuttugu til þrjátíu árin að greiða vexti," segir Guðlaugur Þór og bendir á að þetta eigi í það minnsta við um stóran hluta þjóðarinnar. „Og á meðan fólk er að greiða svo háa vexti að þá er þetta efnahagslíf ekkert að fara af stað," segir Guðlaugur Þór. Allir tapi á því ef efnahagslífið fari ekki af stað. Guðlaugur Þór segir að Áflheiður Ingadóttir, formaður viðskiptanefndarinnar, hafi tekið vel í fundarbeiðni sína. Fundartími hafi þó ekki verið ákveðinn.
Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira