Hjólið bilar síður ef því er haldið nógu vel við 15. september 2011 05:45 Mikilvægt er að hafa keðjuna alltaf hreina og vel smurða. Reiðhjól bila stundum vegna þess að þeim er ekki haldið nógu vel við, sérstaklega að vetrinum þegar slabb og salt er á götunum. Þess vegna er mikilvægt að huga vel að reiðhjólunum ef fara á á þeim daglega í og úr vinnu. Eitt mikilvægra atriða við að halda reiðhjólum við er að hafa keðjuna alltaf hreina og vel smurða og jafnframt vel spennta. Hætta er á að keðjan detti af ef hún er ekki nógu vel spennt. Hægt er að nota klút og gamlan tannbursta til þess að hreinsa keðjuna. Best er að nota þar til gert efni við þrifin á keðjunni en þó ekki það sterk að þau fjarlægi einnig þá olíu sem þarf að vera á henni, eins og bent er á á neytendasíðum nokkurra danskra vefmiðla. Athuga þarf reglulega að bremsur, lás, endurskinsmerki, ljós og dekk séu í lagi. Í dekkjunum þarf alltaf að vera mátulega mikið loft. Skoða þarf dekkin reglulega til þess að kanna hvort einhverjir aðskotahlutir hafi sest að í mynstrinu. Glerbrot, oddhvassir smásteinar og þyrnar eiga oft sök á því að dekk springur. Ef hjólað hefur verið úti í slabbi þarf að þvo reiðhjólið og helst um leið og komið er heim. Ekki á að þvo hjólið með háþrýstidælu því þá getur sandur og önnur óhreinindi farið inn í legur og sest þar að. Hafi menn bílskúrsslöngu er gott að sprauta hjólið með henni. Annars er hægt að hella vatni úr fötu yfir hjólið. Ryð getur myndast sé viðhald reiðhjólsins ekki nægjanlegt. Ryðið getur einnig smitast yfir á ryðfría fleti en af þeim er almennt auðvelt að fjarlægja það. Sé hjólið bónað með bílabóni verða þrifin miklu auðveldari auk þess sem bónið hlífir lakkinu á hjólinu. Ástand gíra þarf að skoða reglulega. Áður en fer að frysta er gott að smyrja kaplana sérstaklega með efni sem hlífir þeim við frosti. Tvisvar á ári ætti að láta fagmann hreinsa reiðhjólið vandlega ef menn telja að þeim hafi ekki tekist það nógu vel sjálfum. Ekki má gleyma að setja á sig hjálm áður en farið er út að hjóla og bjöllu á hjólið til þess að láta þá sem eru fyrir framan vita að hjólreiðamaður sé á ferð. Heyri gangandi vegfarendur ekki í hjólinu og stígi óvænt eitt skref til hliðar getur orðið stórslys. Það er ekki alltaf nóg að blístra til þess að láta vita af sér. Á vefsíðu Landssamtaka hjólreiðamanna, www.lhm.is, er eindregið mælt með því að nagladekk séu sett undir hjólin á höfuðborgarsvæðinu þar sem oft er hálka á stígunum. Fréttir Mest lesið Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Innlent Fleiri fréttir „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum Sjá meira
Reiðhjól bila stundum vegna þess að þeim er ekki haldið nógu vel við, sérstaklega að vetrinum þegar slabb og salt er á götunum. Þess vegna er mikilvægt að huga vel að reiðhjólunum ef fara á á þeim daglega í og úr vinnu. Eitt mikilvægra atriða við að halda reiðhjólum við er að hafa keðjuna alltaf hreina og vel smurða og jafnframt vel spennta. Hætta er á að keðjan detti af ef hún er ekki nógu vel spennt. Hægt er að nota klút og gamlan tannbursta til þess að hreinsa keðjuna. Best er að nota þar til gert efni við þrifin á keðjunni en þó ekki það sterk að þau fjarlægi einnig þá olíu sem þarf að vera á henni, eins og bent er á á neytendasíðum nokkurra danskra vefmiðla. Athuga þarf reglulega að bremsur, lás, endurskinsmerki, ljós og dekk séu í lagi. Í dekkjunum þarf alltaf að vera mátulega mikið loft. Skoða þarf dekkin reglulega til þess að kanna hvort einhverjir aðskotahlutir hafi sest að í mynstrinu. Glerbrot, oddhvassir smásteinar og þyrnar eiga oft sök á því að dekk springur. Ef hjólað hefur verið úti í slabbi þarf að þvo reiðhjólið og helst um leið og komið er heim. Ekki á að þvo hjólið með háþrýstidælu því þá getur sandur og önnur óhreinindi farið inn í legur og sest þar að. Hafi menn bílskúrsslöngu er gott að sprauta hjólið með henni. Annars er hægt að hella vatni úr fötu yfir hjólið. Ryð getur myndast sé viðhald reiðhjólsins ekki nægjanlegt. Ryðið getur einnig smitast yfir á ryðfría fleti en af þeim er almennt auðvelt að fjarlægja það. Sé hjólið bónað með bílabóni verða þrifin miklu auðveldari auk þess sem bónið hlífir lakkinu á hjólinu. Ástand gíra þarf að skoða reglulega. Áður en fer að frysta er gott að smyrja kaplana sérstaklega með efni sem hlífir þeim við frosti. Tvisvar á ári ætti að láta fagmann hreinsa reiðhjólið vandlega ef menn telja að þeim hafi ekki tekist það nógu vel sjálfum. Ekki má gleyma að setja á sig hjálm áður en farið er út að hjóla og bjöllu á hjólið til þess að láta þá sem eru fyrir framan vita að hjólreiðamaður sé á ferð. Heyri gangandi vegfarendur ekki í hjólinu og stígi óvænt eitt skref til hliðar getur orðið stórslys. Það er ekki alltaf nóg að blístra til þess að láta vita af sér. Á vefsíðu Landssamtaka hjólreiðamanna, www.lhm.is, er eindregið mælt með því að nagladekk séu sett undir hjólin á höfuðborgarsvæðinu þar sem oft er hálka á stígunum.
Fréttir Mest lesið Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Innlent Fleiri fréttir „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum Sjá meira