Innlent

Hafnfirski milljónamæringurinn hefur ekki gefið sig fram

Hafnarfjörður
Hafnarfjörður mynd úr safni
Vinningshafinn í Víkingalottóinu í gærkvöldi hefur ekki gefið sig fram við Íslenska getspá. Hann varnn um fimmtíu milljónir króna og var miðinn keyptur í söluturninum Jolla í Hafnarfirði. Sá sem keypti miðann keypti einungis eina röð sem kostaði fimmtíu krónur.

Samkvæmt upplýsingum frá Íslenskri getspá gildi vinningsmiðinn í eitt ár svo hinn heppin hefur dágóðan tíma til þess að gefa sig fram. Aðalvinningurinn var um 150 milljónir og skiptist upphæðin á þrjá spilara og deilir Íslendingurinn honum með Finna og Norðmanni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×