Erlent

Danir ganga til kosninga

Helle Thorning-Schmidt verður að öllum líkindum næsti forsætisráðherra Dana.
Helle Thorning-Schmidt verður að öllum líkindum næsti forsætisráðherra Dana.
Kjörstaðir voru opnaðir í Danmörku klukkan sjö í morgun en Danir ganga nú til þingkosninga. Allar kannanir benda til þess að vinstri flokkar nái meirihluta á þinginu með jafnaðarmenn í broddi fylkingar.

Fari svo verður Helle Thorning-Schmidt fyrst danskra kvenna til að gegna embætti forsætisráðherra. Hægri menn hafa stjórnað landinu í heilan áratug og ef svo ólíklega vill til að þeir nái að halda meirihluta yrði það í fyrsta sinn í sögunni sem jafnaðarmenn eru ekki í ríkisstjórn í fjögur kjörtímabil samfleytt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×