Telja innistæðu fyrir helmingslækkun á fasteignaverði Hafsteinn Hauksson skrifar 15. september 2011 19:30 Sérfræðingar telja að innistæða sé fyrir allt að 50 prósenta lækkun á fasteignaverði ofan á þá leiðréttingu sem þegar hefur komið fram frá hruni. Eina leiðin til að breyta horfunum sé að lækka vexti og auka kaupmátt. Meðalfermetraverð á höfuðborgarsvæðinu hefur lækkað um þriðjung frá árinu 2007 að raunvirði, bæði vegna beinnar verðlækkunar og mikillar verðbólgu. Þrátt fyrir það telja Ársæll Valfells lektor og Brynjar Pétursson ráðgjafi að innistæða sé fyrir enn meiri lækkun, en þeir hafa unnið greiningu á fasteignamarkaðnum og kynntu hana á fjölmennum fundi hjá VÍB í dag. Brynjar segir að ávöxtunarkrafa fjárfesta til fasteigna sé of lág, sem merki að þeir séu að niðurgreiða fjárfestingar sínar og það gangi ekki til lengdar. Það sé því innistæða fyrir enn frekari lækkun fasteignaverðs á markaðnum. „Ég hugsa að þegar kemur að íbúðarhúsnæði nemi hún 30 til 50 prósentum eftir svæðum, en ef vextir lækka þá geti aðrir þættir komið til greina," segir Brynjar. „Raunverðið hefur ekki lækkað í átt að kaupmætti, svo það er ennþá bil á milli þess sem við höfum efni á að borga fyrir húsnæði og þess sem það kostar. Það munar um 11 til 12 prósentum," segir Ársæll. „Það segir okkur allavega að ef verðið lækkar ekki, þá verður áfram þungt fyrir okkur að eignast húsnæði," spurður hvort bilið á milli kaupmáttar og verðs kalli á frekari lækkun. Ársæll segir að tvennt þurfi að gerast til að þessar horfur breytist. „Til þess að þetta verð geti staðið undir sér, þá þarf kaupmáttur að fara að vaxa, sem þýðir að við höfum meiri peninga til ráðstöfunar til kaupa á húsnæði. Kostnaður við húsnæðiskaup þarf líka að lækka, og þar er einn stærsti kostnaðarliðurinn auðvitað vextir." „Þetta skrítna ástand þar sem verð helst hátt miðað við kaupmátt og mikið eignaframboð afhjúpar kostnaðinn við það að vera með eigið peningakerfi þar sem við erum rukkuð um hátt verð fyrir að binda fjármagn í eignum á borð við fasteignir. Daginn sem við förum út úr þessum háu vöxtum myndast svigrúm fyrir fasteignir til að hækka aftur í verði," segir Ársæll að lokum. Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Sérfræðingar telja að innistæða sé fyrir allt að 50 prósenta lækkun á fasteignaverði ofan á þá leiðréttingu sem þegar hefur komið fram frá hruni. Eina leiðin til að breyta horfunum sé að lækka vexti og auka kaupmátt. Meðalfermetraverð á höfuðborgarsvæðinu hefur lækkað um þriðjung frá árinu 2007 að raunvirði, bæði vegna beinnar verðlækkunar og mikillar verðbólgu. Þrátt fyrir það telja Ársæll Valfells lektor og Brynjar Pétursson ráðgjafi að innistæða sé fyrir enn meiri lækkun, en þeir hafa unnið greiningu á fasteignamarkaðnum og kynntu hana á fjölmennum fundi hjá VÍB í dag. Brynjar segir að ávöxtunarkrafa fjárfesta til fasteigna sé of lág, sem merki að þeir séu að niðurgreiða fjárfestingar sínar og það gangi ekki til lengdar. Það sé því innistæða fyrir enn frekari lækkun fasteignaverðs á markaðnum. „Ég hugsa að þegar kemur að íbúðarhúsnæði nemi hún 30 til 50 prósentum eftir svæðum, en ef vextir lækka þá geti aðrir þættir komið til greina," segir Brynjar. „Raunverðið hefur ekki lækkað í átt að kaupmætti, svo það er ennþá bil á milli þess sem við höfum efni á að borga fyrir húsnæði og þess sem það kostar. Það munar um 11 til 12 prósentum," segir Ársæll. „Það segir okkur allavega að ef verðið lækkar ekki, þá verður áfram þungt fyrir okkur að eignast húsnæði," spurður hvort bilið á milli kaupmáttar og verðs kalli á frekari lækkun. Ársæll segir að tvennt þurfi að gerast til að þessar horfur breytist. „Til þess að þetta verð geti staðið undir sér, þá þarf kaupmáttur að fara að vaxa, sem þýðir að við höfum meiri peninga til ráðstöfunar til kaupa á húsnæði. Kostnaður við húsnæðiskaup þarf líka að lækka, og þar er einn stærsti kostnaðarliðurinn auðvitað vextir." „Þetta skrítna ástand þar sem verð helst hátt miðað við kaupmátt og mikið eignaframboð afhjúpar kostnaðinn við það að vera með eigið peningakerfi þar sem við erum rukkuð um hátt verð fyrir að binda fjármagn í eignum á borð við fasteignir. Daginn sem við förum út úr þessum háu vöxtum myndast svigrúm fyrir fasteignir til að hækka aftur í verði," segir Ársæll að lokum.
Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira