Innlent

Langflestar kostaðar stöður við Háskóla Íslands

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Háskólatorg við Háskóla Íslands.
Háskólatorg við Háskóla Íslands.
Tuttugu og sex stöður í háskólum á Íslandi hafa verið kostaðar af aðilum öðrum en skólunum sjálfum frá árinu 2000. Þetta kemur fram í svari Svandísar Svavarsdóttur, setts menntamálaráðherra, við fyrirspurn Eyglóar Harðardóttur, þingmanns Framsóknarflokksins. Langflestar stöðurnar eru við Háskóla Íslands, eða 21 samtals. Fjórar stöður eru við Háskólann í Reykjavík og ein við Háskólann á Akureyri.

Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis fjallað um samskipti atvinnulífsins og fræðasamfélagsins og segir menntamálaráðherra í svarinu að allir þrír skólarnir hafi tekið þann hluta rannsóknarskýrslunnar til skoðunar.

Háskóli Íslands hefur ekki gert sérstaka úttekt á áhrifum kostunar á störf viðkomandi starfsmanna, enda vandséð við hvað slík úttekt ætti að styðjast. Skólarnir þrír hafa hins vegar ekki gert sérstakar úttektir á kostun á stöðu kennara við skólann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×