Innlent

Best að fjárfesta í Bordeaux

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ólafur Örn mælir með 2009 eða 2010 árgangi af Bordeaux sem fjárfestingu.
Ólafur Örn mælir með 2009 eða 2010 árgangi af Bordeaux sem fjárfestingu. Mynd/ GVA.
Öruggasta leiðin til þess að fjárfesta í rauðnvíni er að kaupa Bordeaux vín segir Ólafur Örn Ólafsson, forseti vínþjónasamtaka Íslands.

Íslendingur vann 50 milljónir í Víkingalottói í gær. Vísir leitaði viðbragða hjá Vilhjálmi Bjarnasyni, lektor í viðskiptafræði við HÍ, og spurði hann hvernig best væri að fjárfesta þegar manni áskotnast svo mikill peningur. Vilhjálmur sagði að besta fjárfestingin um þessar mundir væri í rauðvíni og benti á að það væri neikvæð ávöxtun á sparireikningum þar sem það væri ofurálagning á sparifé. Slíkir skattar gilda þó ekki um rauðvín sem myndi þá um leið verða öruggasta sparnaðarleiðin.

Ólafur Örn segir að ef menn ætli að fara að ráðum Vilhjálms, en hafi ekki mikla þekkingu á víni sé öruggast að kaupa Bordeaux vín og geyma það í 10-20 ár. „En þá þarf að hitta á réttu árgangana. 2005, 2009 og 2010 eru þeir þrír síðustu sem eru alveg í toppi," segir Ólafur Örn.

„Það er setið um þetta og þetta er selt á uppboðum þannig að verðið hækkar alltaf eftir því sem lengra er liðið síðan þetta er komið út,"


Tengdar fréttir

Ráðleggur lottóvinningshafa að kaupa rauðvín

Menn eiga að kaupa rauðvín, segir Vilhjálmur Bjarnason, lektor við Háskóla Íslands, aðspurður um það hvað einstaklingar geti gert við 50 milljónir króna. Eins og greint hefur verið frá í fjölmiðlum vann Íslendingur 50 milljónir í Víkingalottó í gær. Þótt flesta dreymi eflaust um svo góða glaðninga er ekki víst að allir sem vita hvernig skynsamlegast er að verja sliku fé.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×