Fleiri fréttir

Ofbeldismenn í gæsluvarðhald

Tveir dæmdir ofbeldismenn með langa sakaferla sitja nú í einangrun í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni. Þeir eru grunaðir um að hafa svipt annan mann frelsi og reynt að kúga út úr honum fé. Greint var frá þessu í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöld.

Nýir björgunarbátar keyptir

Slysavarnaskóli sjómanna tók í gær í notkun þrjá nýja björgunarbáta. Þar af er einn lokaður lífbátur af nýjustu gerð. Bátarnir voru keyptir frá Færeyjum og verða notaðir við kennslu. Athöfnin fór fram við Austurbakka Reykjavíkurhafnar.

Gætu endað á safni um einvígið

Tveir sænskir sjónvarpsmenn sem hlutu verðlaun frá sænska sjónvarpinu sem karlkyns þáttastjórnendur ársins ákváðu að gefa hópnum sem stóð að komu skákmeistarans Bobby Fischer til Íslands verðlaunagripinn.

Grikkland ekki að kasta evrunni

Grikkland er óaðskiljanlegur hluti af evrusvæðinu og önnur Evrópuríki munu hjálpa Grikkjum til að koma í veg fyrir að landið fari í greiðsluþrot. Þetta er niðurstaða símafundar leiðtoga Grikklands, Þýskalands og Frakklands í gær.

Bíða tvær vikur eftir lækni

Sveitarstjórn Borgarbyggðar segist taka heils hugar undir mótmæli starfsfólks vegna fyrirhugaðs niðurskurðar hjá Heilsugæslustöðinni í Borgarnesi.

Rektor MR gerir athugasemdir

Kvartanir hafa borist frá foreldrum nemenda við Menntaskólann í Reykjavík vegna viðtals í skólablaði sem út kom í síðustu viku, segir Yngvi Pétursson, rektor MR.

Neytendafrömuður í framboð

Elizabeth Warren tilkynnti í gær að hún hygðist bjóða sig fram fyrir demókrata í Massachusetts-ríki í kjöri til öldungadeildar Bandaríkjaþings á næsta ári. Warren er lögfræðiprófessor, landsþekkt fyrir baráttu að neytendamálum. Hún var ráðgjafi Baracks Obama forseta í þeim málum.

Stuðlar ekki lausnin fyrir börn í fangelsi

Nýtt meðferðarheimili á höfuðborgarsvæðinu er nauðsynlegt til að bregðast við þeim vanda sem lýtur að afbrotamönnum undir átján ára aldri. Þetta kemur fram í skýrslu Barnaverndarstofu sem lögð var fyrir velferðarráðuneytið í júlí síðastliðnum.

Róttæki flokkurinn útilokar hægristjórn

Danir ganga til þingkosninga í dag. Vinstriflokkunum fjórum er spáð þingmeirihluta, sem þýðir að minnihlutastjórn hægriflokkanna getur varla gert sér vonir um framhaldslíf.

Inspired by Iceland hlýtur gullverðlaun

Auglýsingarherferðin Inspired by Iceland vann rétt í þessu til gullverðlauna á European Effie awards, en sú auglýsingakeppni er ein sú virtasta í Evrópu.

Cameron og Sarkozy heimsækja Líbíu

David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, og Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, munu heimsækja Líbíu á morgun. Þeir verða fyrstu erlendur ráðamennirnir til að heimsækja landið eftir að uppreisnarmenn tóku þar völd og steyptu Muammar Gaddafi af stóli.

Vilja reyklausar sígarettur

Ráðgjafateymi ríkisstjórnar Bretlands hvetur til þess að fólk noti reyklausar sígarettur. Umræddar sígarettur eru bannaðar í ýmsum löndum, en teymið telur að þær geti bjargað tugþúsundum lífa á ári.

Sýna uppreisnarmönnum Sýrlands stuðning

Sendiherrar átta vestrænna ríkja sýndu fordæmislausan stuðning við mótmælendur í Sýrlandi síðastliðinn Sunnudag. Það gerðu þeir með því að mæta í bænarhald og sorgarathöfn vegna dauða mótmælanda sem talinn er hafa verið pyntaður af yfirvöldum landsins.

Kenna Haqqani samtökunum um árásirnar í Kabúl

Bandaríkjamenn kenna samtökum sem kalla sig Haqqani-samtökin (The Haqqani network) um árásirnar í Kabúl í Afghanistan í gær. Haqqani samtökin eru að verða einir harðsvíruðustu óvinir Bandaríkjamanna. Þau tengjast Al Qaeda samtökunum.

Merkel og Sarkozy hughreysta Grikki

Leiðtogar Frakklands, Þýskalands og Grikklands segja að Grikkland sé óaðskiljanlegur hluti af evrusvæðinu. Þessi yfirlýsing kom eftir símtal milli George Papandreou, forsætisráðherra Grikklands, Nicolas Sarkozy, forseta Frakklands og Angelu Merkel, kanslara Þýskalands.

Telur líkur á vinstristjórn í Danmörku

Allt bendir til þess að ríkisstjórn Lars Lökke Rasmussen, forsætisráðherra, muni bíða ósigur í þingkosningunum í Danmörku á morgun. Svavar Gestsson, fyrrverandi sendiherra, spáir því að ljósrauð ríkisstjórn taki við stjórnartaumunum.

Hópuppsagnir fyrirhugaðar hjá Heilsustofnun Hveragerðis

Starfsfólki Heilsustofnunarinnar í Hveragerði verður sagt upp stöfum ef þjónustusamningur stofnunarinnar við ríkið verður ekki endurnýjaður. Frá þessu var greint í frétt á RÚV fyrr í dag. Stofnunin er næststærsti vinnustaður Suðurlands, en þar vinna um 12% vinnuafls Hveragerðis. Hún er rekin af Náttúrulækningafélag Íslands samkvæmt þjónustusamningi við ríkið.

"Börn ekki eiga heima í fangelsum“

Faðir drengs sem nú afplánar lífstíðarfangelsi á Englandi segir það enga lausn að vista unga glæpamenn með fullorðnum afbrotamönnum. Hann telur ólíklegt að ungir einstaklingar verði að ærlegum þjóðfélagsþegnum eftir slíka dvöl.

Fötluðum dreng neitað um gjafsókn

Fötluðum 12 ára dreng hefur verið neitað um gjafsókn fyrir Hæstarétti, en hann krefst skaða- og miskabóta vegna mistaka heilbrigðisstarfsmanns sem áttu sér stað á meðgöngu móður hans.

Smyrill í húsagarði í Hafnarfirði

Nokkra Hafnfirðinga rak í rogastans þegar þeir litu inn í húsagarð í Stuðlaberginu um fimmleytið í gær. Þar sat Smyrill í mestu makindum og gæddi sér á skógarþresti.

Heiður að fá Annan til Íslands

„Ég tel það vera mikil og góð tíðindi og mikill heiður, ekki bara fyrir Háskóla Íslands heldur íslenska þjóð að einn af fremstu leiðtogum veraldar á síðustu áratugum skuli vilja heiðra Háskola Íslands á þessum tímamótum," segir Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í samtali við Vísi. Kofi Annan, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, mun koma hingað til lands í byrjun október og halda fyrirlestur í Háskóla Íslands þann 7. október næstkomandi í tilefni af hundrað ára afmæli skólans.

Allur bílafloti slökkviliðsins í útkall

Allt tiltækt slökkviliðs Reykjavíkur var kallað út rétt í þessu. Ástæðan var mikill reykur og meintur eldsvoði á hóteli í Síðumúla. Þegar slökkvilið kom á staðinn kom í ljós að um bilun í eldvarnarkerfi var að ræða. Þeim var því snúið við á staðnum enda ekki um neinn eldsvoða að ræða.

Ögmundur mun ekki geta tekið ákvörðun um Nubo einn

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra mun þufa að taka tillit til sjónarmið annarra ráðherra þegar ákvörðun verður tekin um það hvort leyfa eigi Huang Nubo, kínverska auðmanninum, að fjárfesta í jörð á Grímsstöðum á Fjöllum.

Valinn úr níu þúsundum í sænska Survivor

Ég vissi að þetta ævintýri yrði svakalega erfitt, krefjandi og skemmtilegt,“ segir hinn 22 ára Hjálmtýr Daregård, um þátttöku sína í raunveruleikaþættinum Robinson, sem er sænskur Survivor-þáttur. Hann var einn af tuttugu sem valdir voru úr 9000 manna hópi.

Kofi Annan kemur til Íslands

Kofi Annan, fyrrverandi aðalritari Sameinuðu þjóðanna og friðarverðlaunahafi Nóbels, verður aðalfyrirlesari á hátíðarmálþingi Háskóla Íslands í tilefni aldarafmælis skólans þann 7. október næstkomandi. Máþingið ber yfirskriftina "Áskoranir 21. aldar".

Óviðeigandi að segja forsetaræfill

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir forseti Alþingis sagði við upphaf þingfundar klukkan þrjú í dag að ummæli Björns Vals Gíslasonar, þingmanns VG, um forseta Íslands frá því í morgun væru óviðeigandi. Björn Valur talaði um forsetaræfilinn í umræðu um forseta Íslands.

Karpað um dagskrá

Það logar allt stafnanna á milli í sal Alþingis þessa stundina. Ástæðan er sú að stjórnarþingmenn vilja halda kvöldfund til þess að ljúka sem flestum þingmálum áður en haustþingi lýkur.

Geir tekur sæti í borgarstjórn

Geir Sveinsson mun taka sæti Þorbjargar Helgu Vigfúsdóttur tímabundið í borgarstjórn Reykjavíkur. Þorbjörg Helga er, sem kunnugt er með barni, og mun taka sér leyfi. Geir segir í samtali við Vísi að ekki sé alveg ljóst hvenær hann taki sæti. „Það er ekki alveg komið á hreint, en einhvern tímann í októbermánuði,“ segir Geir.

Gefur út bók með SMS-um síðustu tólf ára

Tracey Moberly, fjörutíu og sjö ára gamall listamaður frá Lundúnum, hefur aldrei eytt textaskilaboði eftir að hún fékk símann sinn árið 1999. Nú tólf árum síðar ætlar hún að gefa út bók með öllum skilaboðunum.

Borga 20 milljónir á mánuði fyrir viðhald Landeyjahafnar

Kostnaður við viðhaldsdýpkun í Landeyjahöfn hefur numið að meðaltali um 20 milljónum króna frá því í fyrrahaust og þar til 1. ágúst 2011. Þetta kemur fram í svari Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra við fyrirspurn Eyglóar Harðardóttur, þingmanns Framsóknarflokksins.

Facebook-tvíburarnir leika í auglýsingu

Cameron og Tyler Winklevoss, tvíburabræðurnir sem telja sig eiga hugmynda að baki Facebook, eru nú farnir að birtast á sjónvarpsskjám Bandríkjamanna. Þeir leika í auglýsingu fyrir fyrirtæki sem selur hnetur.

Alþjóðleg barátta gegn berklum að hefjast

Áætlað er að fara af stað með sérstakt átak í 53 ríkjum í Evrópu til þess að takast á við berkla í Evrópu. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir að berklar séu orðið vandamál sem ástæða sé til að varast. Flest berklatilvikin hafa komið upp í Austur-Evrópu en í Vestur-Evrópu hafa einnig komið upp nokkur tilvik, flest þeirra í Lundúnum.

"Ég er ekki að hnýta í forsetaræfilinn“

Björn Valur Gíslason, þingmaður Vinstri grænna, telur að forseti Íslands þurfi að svara því hvernig hann hyggst bregðast við gagnrýni ráðherra í sinn garð. Björn spurði á Alþingi í morgun hvort forseti ætli að rjúfa þing og boða til kosninga.

Thor heiðraður á Riff

Rithöfundurinn sálugi Thor Vilhjálmsson verður heiðraður á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík. Stofnaður hefur verið um hann minningarsjóður.

Ríkisolíufélag samþykkt á Alþingi fyrir þremur árum

Heimild til íslenska ríkisins til að stofna ríkisolíufélag var lögfest á Alþingi fyrir þremur árum í aðdraganda fyrsta Drekaútboðsins. Megintilgangur slíks félags var í greinargerð sagður að gæta hagsmuna íslenska ríkisins og auðlinda þess.

Magn svifryks í Reykjavík tvöfalt yfir heilsuverndarmörkum

Rykmistur er yfir Reykjavík og hefur styrkur svifryks farið hækkandi í morgun. Heilsuverndarmörk svifryks eru 50 míkrógrömm á rúmmetra og klukkan tíu í morgun var styrkurinn 100 á mælistöðinni við Grensásveg. Meðaltalið frá miðnætti var 45 míkgrömm á rúmmetra.

Vænlegast að leggja áherslu á fá markmið

Það er lykilatriði fyrir Ísland í aðildarviðræðum við Evrópusambandið (ESB) að samninganefndin hafi fá og skýr markmið í viðræðunum, segir Antti Kuosmanen, sendiherra Finnlands hjá Efnahags- og framfarastofnun Evrópu (OECD).

Martin Luther King var undir áhrifum við útför Kennedys

Hljóðupptökur af Jackie Kennedy, sem teknar voru upp fáeinum mánuðum eftir að eiginmaður hennar, John F. Kennedy, var myrtur hafa nú verið gerðar opinberar í fyrsta skipti. Hljóðupptökurnar eru af viðtölum sem Arthur Schlesinger, sagnfræðingur Hvíta hússins, átti við hana. Á upptökunum má heyra að hún lýsir Martin Luther King sem hræðilegum manni. King er, sem kunnugt er, þekktastur fyrir baráttu sinni fyrir réttindum blökkumanna í Bandaríkjunum.

Gekk berserksgang með exi

Kínverskur maður er nú í haldi lögreglu eftir að hann banaði ungri stúlku og þremur fullorðnum með exi í borginni Gongyi í morgun. Tveir aðrir eru alvarlega slasaðir. Árásin átti sér stað nálægt leikskóla en maðurinn, sem er þrjátíu ára gamall bóndi, er talinn eiga við geðræn vandamál að stríða. Í síðasta mánuði slösuðust átta ung börn þegar að leikskólakennari í Sjanghæ skar þau með hníf.

Sjá næstu 50 fréttir