Erlent

Reynt að fá Palestínumenn til að hætta við umsókn

Abbas forseti Palestínu situr fastur við sinn keip.
Abbas forseti Palestínu situr fastur við sinn keip.
Bandarískir og evrópskir diplómatar gera nú allt sem í þeirra valdi stendur til þess að fá Palestínumenn til þess að hætta við umsókn sína að Sameinuðu þjóðunum. Háttsettir menn í utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna eru í Palestínu ásamt Catherine Ashton sem fer með utanríkismál Evrópusambandsins og Tony Blair sérstaks erindreka kvartettsins svokallaða.

Palestínumenn ætla að sækja um fulla viðurkenningu á ríki sínu en Ísraelar hafa hótað því að umsóknin muni hafa harðar og alvarlegar afleiðingar. Raunar eru engar líkur á því að tillagan verði samþykkt, því Bandaríkjamenn hafa þegar tilkynnt að þeir muni beita neitunarvaldi sínu.

Ríki Evrópusambandsins eru hinsvegar sum hver samþykk tillögunni en önnur eru á móti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×