Innlent

Funduðu til að verða fjögur í nótt

Litlar líkur eru á því að þingmönnum við Austurvöll takist að klára þingstörfin í dag eins og til stóð. Enn er tekist á um frumvarp um breytingar á stjórnarráðinu og var fundað til að ganga fjögur í nótt.

Enn eru nokkrir á mælendaskrá í því máli en fundur hefst að nýju klukkan hálfellefu í dag með óundirbúnum fyrirspurnartíma. Klukkan ellefur hefst síðan umræða utan dagskrár um málefni Byrs og Sparisjóðs Keflavíkur.

Í því máli er Guðlaugur Þ. Þórðarson þingmaður Sjálfstæðismanna málshefjandi en til andsvara verður fjármálaráðherra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×