Erlent

Tveir látnir í ferjubrunanum í Noregi og fjögurra er saknað

Ferjan Nordlys við bryggjuna í Álasundi fyrir stundu. Nokkur hverfi voru rýmd vegna reyksins sem lagðist yfir þau.
Ferjan Nordlys við bryggjuna í Álasundi fyrir stundu. Nokkur hverfi voru rýmd vegna reyksins sem lagðist yfir þau. Mynd/AFP
Tveir eru látnir eftir að eldur kom upp í norsku ferjunni Hurtigruten Nordlys, þegar hún var á siglingu rétt hjá Álasundi í morgun. Tólf hafa verið fluttir á sjúkrahús og 100 manns var komið í björgunarbáta. Fjögurra er saknað.

Ferjunni var komið að bryggju í Álasundi og berjast slökkviliðsmenn við eldinn sem kom upp í vélarrúmi skipsins. Slökkviliðsmenn hafa þó náð tökum á honum.

Nokkur hverfi í Álasundi voru rýmd þar sem menn óttast að reykurinn frá ferjunni innihaldi skaðleg efni. 262 voru um borð í skipinu þegar eldurinn kom upp.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×