Innlent

Fölsuð skilríki á Keflavíkurflugvelli

Flugstöð
Flugstöð
Karlmaður á fertugsaldri var dæmdur í þrjátíu daga fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í gær fyrir framvísa fölsuðu vegabréfi á Keflavíkurflugvelli á mánudaginn. Maðurinn er íraskur ríkisborgari en á vegabréfinu sem hann framvísaði kom fram að hann væri portúgalskur. Maðurinn krafðist sýknu á grundvelli samningsa Sameinuðu þjóðanna um stöðu flóttamanna og játaði brot sitt fyrir dómi. Það er útlendingastofnun sem tekur ákvörðun um það hvort að honum verður vísað úr landi eða veitt hæli hér á landi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×