Erlent

Eldur í norskri ferju - fimm á sjúkrahús

Eldur kom upp norskri ferju, Hurtigruten Nordlys, þegar hún var á siglingu rétt hjá Álasundi í morgun. Fimm hafa verið fluttir á sjúkrahús og 100 manns var komið í björgunarbáta. Ferjan er nú komin að bryggju í Álasundi og berjast slökkviliðsmenn við eldinn sem kom upp í vélarrúmi skipsins. Verið er að rýma nokkur hverfi í Álasundi þar sem menn óttast að reykurinn frá ferjunni innihaldi skaðleg efni. 262 voru um borð í skipinu þegar eldurinn kom upp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×