Erlent

Duftið grunsamlega líklega úr slökkvitæki

Mynd/AP
Líkur eru taldar á því að duftið grunsamlega sem fannst á kjörstað í Danmörku í morgun hafi verið úr duftslökkvitækjum en eldur kom upp í skólanum fyrir nokkrum árum. Duftið sáldraðist út úr rafmagnsdós í morgun þegar rafvirki var að vinna í skólanum. Hann sýndi einskonar ofnæmisviðbrögð við duftinu og það gerðu tveir einstaklingar aðrir sem komu að og því var ákveðið að rýma skólann. Duftið er þó enn í rannsókn og hefur kjörstaður hverfisins verið færður í nærliggjandi kirkju.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×