Innlent

Fóru í sund eftir skólaball

Sjö ungmenni, um nítján ára gömul, voru í nótt rekin upp úr sundlauginni við Ölduselsskóla. Lögreglan kom að ungmennunum um klukkan þrjú í nótt og hlýddu þau undanbragðalaust fyrirmælum lögreglu um að koma sér upp úr.

Ástæðu nætursundsins má sennilegast rekja til þess að í gærkvöldi fóru skólaböll víða fram hjá menntaskólum borgarinnar og er ekki ólíklegt að sundgarparnir hafi verið að koma af einu slíku. Skólaböllin sjálf fóru hinsvegar mjög vel fram að sögn lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×