Erlent

Cameron og Sarkozy heimsækja Líbíu

Þeir félagar Cameron og Sarkozy heimsóttu hermenn uppreisnarmanna sem slasast hafa í baráttunni við menn Gaddafís.
Þeir félagar Cameron og Sarkozy heimsóttu hermenn uppreisnarmanna sem slasast hafa í baráttunni við menn Gaddafís. Mynd/AFP
David Cameron forsætisráðherra Bretlands og Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti eru nú staddir í Líbíu en þeir eru háttsettustu leiðtogar vestrænna ríkja sem heimsótt hafa landið frá því einræðisherranum Gaddafí var komið frá völdum.

Frakkar og Bretar tóku eins og kunnugt er einna virkastan þátt í hernaðaraðgerðum Nato í landinu og í dag hittur þeir leiðtoga bráðabirgðastjórnar uppreisnarmanna. Mustafa Abdul Jalil þakkaði leiðtogunum fyrir að hafa staðið með uppreisnaröflum þegar mótmæli gegn ríkjandi stjórnvöldum hófust fyrir hálfu ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×