Innlent

Íslendingar keppa um Bermúdaskálina

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Það var frækinn hópur manna sem vann Bermúdaskálina fyrir tuttugu árum síðan.
Það var frækinn hópur manna sem vann Bermúdaskálina fyrir tuttugu árum síðan.
Landslið Íslands í Bridge mun keppa á ný um Bermúdaskálina eftirsóttu eða heimsmeistaratitilinn í veitakeppni í bridge í ár. Tuttugu ár eru síðan að íslenska liðið hreppti titilinn eftirsótta.

Það var hinn 11.október 1991 sem íslenskir bridgespilarar stóðu á efsta palli og hömpuðu þessum æðstu verðlaunum sem keppt er um í bridge. Afrekið vakti mikla athygli og tók þáverandi forsætisráðherra, Davíð Oddsson, á móti landsliðinu við hátíðlega athöfn í Leifsstöð. 

Nú hefur landslið Íslands í bridge unnið sér á ný rétt til þátttöku  í úrslitakeppni heimsmeistaramótsins og hefur því möguleika á að vinna Bermudaskálina á nýjan leik. Í þetta skiptið fer heimsmeistaramótið fram í Veldhoven í Hollandi, rétt fyrir utan Eindhoven.  Mótið hefst 15. október.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×