Innlent

Veist þú um Ben Stiller?

Hefur þú séð Ben Stiller?
Hefur þú séð Ben Stiller? mynd úr safni
Það er ekki á hverjum degi sem frægir leikarar frá Hollywood koma til Íslands en það gerist þó annað slagið. Stórstjarnan Ben Stiller er nú staddur hér á landi og sást til hans í miðborg Reykjavíkur í gær ásamt vinum sínum.

Hann birti svo mynd úr Hörpunni og spurði aðdáendur sína hvar hún væri tekin. Eftir margar ágiskanir kom svarið að lokum frá íslenskum aðdánda.

Í gær sást svo til Stillers á Café Babalú á Skólavörðustíg þar sem hann drakk bolla af af Macchiato. Í Fréttablaðinu í dag segir svo að leikarinn hafi verið vingjarnlegur og látið lítið fara fyrir sér.

Ef þú hefur hitt á leikarann, veist um ferðir hans eða tekið mynd af honum, máttu endilega hafa samband við Fréttastofu í gegnum tölvupóst - netfangið er frettir@visir.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×