Innlent

Í farbann fyrir meinta nauðgunartilraun

Hæstiréttur.
Hæstiréttur.
Hæstiréttur hefur staðfest farbann yfir karlmanni frá Lettlandi sem hefur verið ákærður fyrir tilraun til nauðgunar.

Héraðsdómur Suðurlands hafði áður úrskurðað manninn í gæsluvarðhald til 7. október en Hæstiréttur stytti farbannið til 30. september.

Maðurinn er ákærður fyrir að hafa reynt að þröngva stúlku til samræðis og annarra kynferðismaka með ofbeldi.

Ákæruvaldið telur að veruleg hætta sé á því að maðurinn fari til heimalands síns og komi ekki til Íslands að nýju og komi sér þar með frá frekari meðferð málsins og hugsanlegri fangelsisvist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×