Erlent

Thorning hyllt af flokksfélögum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Helle Thorning-Schmidt var hyllt af flokksfélögum sínum í kvöld.
Helle Thorning-Schmidt var hyllt af flokksfélögum sínum í kvöld. Mynd/ AFP.
Helle Thorning-Schmidt var hyllt þegar að hún mætti á kosningavöku sósíaldemókrata í Kaupmannahöfn í nótt. Þar fagna flokksmenn því að hún verður væntanlega næsti forsætisráðherra landsins. Sósíaldemókratar og stuðningsflokkar þeirra unnu nauman sigur á Venstre og stuðningsmönnum þeirra í kosningunum í dag.

„Kæru flokksfélaga, okkur tókst það” sagði Thorning, sem verður fyrsti kvenforsætisráðherra í sögu Danmerkur. „Í dag er dagur breytinga í Danmörku. Sósíaldemókratar eru á ný reiðubúnir til þess að taka við keflinu. Leiðin hefur verið löng. Þetta hafa verið erfiðir tímar og við höfum barins, en í kvöld er ljóst að sósíaldemókratar eru enn stórt og mikið afl í Danmörku,“ sagði hún.  






Fleiri fréttir

Sjá meira


×