Erlent

Ríkisstjórn Danmerkur fallin

Helle Thorning-Schmidt.
Helle Thorning-Schmidt.
Ríkisstjórn Danmerkur er fallin samkvæmt fyrstu útgönguspám í Danmörku og danska ríkisútvarpið greindi frá um klukkan sex. Þannig fá vinstri flokkarnir 90 þingsæti sem er meirihluti en tæpur þó. Ef úrslitin fara eins og könnunin gefur til kynna verður Helle Thorning-Schmidt fyrsta konan til þess að verða forsætisráðherra Danmerkur.

Hún fer fyrir Jafnaðarmannaflokknum sem er orðinn stærsti stjórnmálaflokkur Danmerkur samkvæmt könnuninni, en fylgi flokksins mælist tæp 26 prósent, og fær þar af leiðandi 45 þingsæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×