Innlent

Reknir úr skólanum vegna fíkniefnaneyslu

Menntaskólinn á Laugarvatni
Menntaskólinn á Laugarvatni
„Þetta er sorglegt mál og reynir eðlilega mikið á alla í svona samfélagi," segir Páll Magnús Skúlason, aðstoðarskólameistari Menntaskólans á Laugarvatni, en þrír nemendur skólans hafa verið reknir úr skólanum vegna fíkniefnaneyslu.

Í tilkynningu frá skólanum segir að fíkniefnalögreglan á Selfossi hafi gert leit í vikunni í einu af heimavistarhúsum skólans að ósk stjórnenda skólans. Grunur lék á að nokkir nemendur væru þar með ólög fíkniefni undir höndum og reyndist sá grunur á rökum reistur og fundust efni og áhöld til marijúananeyslu.

Páll Magnús vildi ekki tjá sig frekar um málið í samtali við fréttastofu í morgun og sagði að skólinn vildi ekki blanda neinum tilfinningum í málið.

„Það er mjög skýrt í reglum skólans að meðferð vímuefna í húsakynnum hans og á lóð er stranglega bönnuð. Tekið var á brotum þessara nemenda í samræmi við reglur skólans,“ segir ennfremur í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×