Erlent

Kjörstaður rýmdur í Danmörku

Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni. Mynd/AP
Grunnskóli í Nykøbing í Kaupmannahöfn, sem er kjörstaður í dag, var rýmdur í morgun þegar að þar fannst grunsamlegt duft. Eins og kunnugt er fara fram þingkosningar í Danmörku í dag. Skólanum var lokað um klukkan korter yfir níu að íslenskum tíma, eftir því sem danska ríkisútvarpið greinir frá. Fjórir til fimm einstaklingar eru slappir eftir að hafa komist í tæri við efnið, segir danska lögreglan. Kjörstaðurinn verður lokaður þar til menn hafa áttað sig á því hvað þarna er á seyði. Götur umhverfis skólann hafa einnig verið girtar af.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×