Fleiri fréttir

Hófu skothríð á veitingastað - yfir 20 látnir

Að minnsta kosti tuttugu eru látnir eftir að byssumenn hófu skyndilega skothríð á veitingastað í Bujumura, höfuðborg Búrúndí í Mið-Afríku í morgun. Talið er að tala látinna geti hækkað enn meira þar sem margir eru alvarlega slasaðir.

Newsweek: Best að vera kona á Íslandi

Af öllum ríkjum jarðar er best að vera kona á Íslandi, ef marka má nýja úttekt í tímaritinu Newsweek. Nýjasta tölublaðið er tileinkað konum og umræðu um kvenréttindi og á meðal efnis eru listar þar sem þjóðum er raðað eftir því hve konur hafa það gott í viðkomandi löndum. Ísland er á toppnum en þar á eftir kemur Svíþjóð og Kanada er í þriðja sæti. Danir og Finnar koma svo í kjölfarið og þá Sviss og Noregur. Bandaríkin lenda síðan í áttunda sæti og Ástralir og Hollendingar í því níunda og tíunda.

Stal síma og „addaði“ eigandanum á Facebook

Tuttugu og tveggja ára bandarískur maður hefur verið ákærður fyrir þjófnað og innbrot. Það tók ekki langan tíma fyrir lögregluna að hafa uppi á honum því hann kom eiginlega upp um sig sjálfur.

Velti fjórhjóli við Stöng

Á sunnudag var tilkynnt um tvö umferðaóhöpp annars vegar bílveltu á Skeiða- og Hrunamannavegi við Gýgjarhólskot í Bláskógabyggð. Ökumaður var einn í bifreiðinni og slasaðist lítilega.

Féll af hestbaki og höfuðkúpubrotnaði

Maður höfuðkúpubrotnaði er hann féll af hesti sínum um miðnætti síðastliðins föstudag. Atvikið átti sér stað við Langholtsveg í landi Ásatúns í Hrunamannahreppi á Suðurlandi.

Framkvæmdir á Hafnarfjarðarvegi

Í morgun hófust framkvæmdir á Hafnarfjarðarvegi við gatnamót Álftanesvegar í Engidal. Unnið verður að rýmkun gatnamótanna og breytingu á umferðaljósum en einnig verða framkvæmdir norðan Vífilsstaðavegar þar sem gerð verður frárein að Goðatúni. Áætlað er að verkinu verði lokið 15. desember næstkomandi og biður lögregla vegfarendur að sýna fyllstu aðgát og fylja þeim umferðarmerkingum sem uppi eru hverju sinni.

Heimurinn er á barmi bankakreppu

„Við erum nú komin á nýtt og hættulegt stig,“ segir Christine Lagarde, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, um þá erfiðleika sem steðja að þjóðum heims vegna skuldavanda einstakra ríkja.

Tugir fórust í skálftanum í Nepal

Nú er ljóst að fjörutíu og átta létust hið minnsta í jarðskjálfunum sem skóku Nepal og Norð-austur Indland í gær. Fyrsti skjálftinn mældist 6,9 stig og fannst hann í allt að þúsund kílómetra fjarlægð frá upptökunum en á eftir fylgdu tveir stórir eftirskjálftar. Þrír létust í breska sendiráðinu í höfuðborg Nepals Katmandú en mesta tjónið varð í Sikkim héraði í Nepal. Rafmagnslaust er á svæðinu og samgöngur úr skorðum og óttast er að tala látinna eigi eftir að hækka mikið.

Modern Family fékk flest verðlaun á Emmy

Emmyverðlaunin voru afhent í Nokia kvikmyndahúsinu í Los Angeles í nótt en á hátíðinni eru bestu sjónvarpsþættirnir vestan hafs verðlaunaðir. Mad Men var valin besta sjónvarpsþáttaröðin, fjórða árið í röð, Juliana Marguiles besta leikkonan fyrir hlutverk sitt í The Good Wife og Kyle Chandler í Friday Night Lights besti leikarinn. Þá fékk Martin Scorsese Emmy styttu fyrir leiksstjórn að fyrsta þættinum í mafíuþáttunum Boardwalk Empire. Besta gamanþáttaröðin var valin Modern Family og the Daily Show með John Stewart var valinn besti skemmtiþátturinn.

Launaskriðið ekki skilað sér til opinberra starfsmanna

SFR stéttarfélag í almannaþjónustu hefur birt niðurstöður nýrrar launakönnunar sem unnin er samhliða launakönnun VR og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar. Í könnun SFR kemur í ljós að þeim fjölgar sem þurfa að nota sparifé sitt til að ná endum saman ef borið er saman við sömu könnun fyrir ári. Staða heimilanna er svipuð hjá SFR og Starfsmannafélagi borgarinnar samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar, en rúmlega þriðjungur heimila félagsmanna notar sparifé til að ná endum saman eða safnar skuldum. Í tilkynningu frá SFR segir að staða heimila félagsmanna er töluvert lakari en á meðal almennings á sama tíma.

Aðskilnaður síamssystra heppnaðist

Tvíburasysturnar Rital og Ritag Gaboura, sem fæddust samvaxnar á höfði í september í fyrra, voru aðskildar af hópi breskra lækna í London í síðasta mánuði.

Handtekin í Bretlandi grunuð um að áforma hryðjuverk

Sjö einstaklingar, sex karlar og ein kona voru handteknir í viðamikilli aðgerð bresku lögreglunnar í nótt. Fólkið er allt búsett í Birmingham og á svæðinu þar í kring og að sögn lögreglu er fólkið grunað um að hafa lagt á ráðin um hryðjuverk í Bretlandi.

Tuttugu ný lög á einum degi

Þingmenn höfðu í nógu að snúast á laugardag, en samkomulag náðist um að ljúka þinghaldi þann dag. Alls urðu tuttugu mál að lögum á þessum síðasta degi þingsins. Ríkisstjórnin kom þó ekki öllum málum sínum gegnum þingið.

Tonnum af lyfjum var fargað í fyrra

Efnamóttakan í Reykjavík tók á móti tæplega átta tonnum af lyfjum til förgunar í fyrra, þar af tæpum þremur tonnum frá apótekum, að því er Jón H. Steingrímsson framkvæmdastjóri greinir frá.

Verðum að standa saman

UN Women hafa öðruvísi nálgun á réttindabaráttu kvenna en flest önnur alþjóðleg samtök. Þetta er afskaplega mikilvægur samvinnuvettvangur sem gerir það að verkum að minni félög um heim allan geta tengst og unnið saman að sameiginlegum markmiðum.

Dreifing bóluefnisins er hafin

Dreifing á bóluefni gegn HPV, sem getur valdið leghálskrabbameini, hófst fyrir helgi. Í framhaldi af því hefst almenn bólusetning stúlkna í 7. og 8. bekk grunnskóla. Framkvæmd bólusetningarinnar er í höndum heilsugæslunnar. Bólusett verður með bóluefninu Cervarix og felur full bólusetning í sér þrjár sprautur sem gefnar verða á sex til tólf mánaða tímabili.

Emmyverðlaunin afhent í nótt

Emmyverðlaunin verða afhent í Nokia kvikmyndahúsinu í Los Angeles í nótt. Mikið hefur farið fyrir stórstjörnunum í Hollywood í kvöld þegar þau gengu inn rauða dregilinn.

Strauss-Kahn segist hafa brugðist siðferðilega

Dominique Strauss-Kahn, fyrrverandi framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, segist hafa brugðist siðferðisgildum þegar hann átti samskipti við herbergisþernu á hóteli í New York í maí. Hótelþernan sakaði Strauss-Kahn um kynferðislegt ofbeldi. Nú, fjórum mánuðum eftir að ásakanirnar komu fyrst upp, hefur Strauss-Kahn tjáð sig við fjölmiðla.

Kristján Valur vígður í Skálholti

Biskupsvígsla fór fram í Skálholti í dag að viðstöddu fjölmenni innlendra og erlendra getsa. Nýr vígslubiskup segir að endurskoða þurfi skipulag þjóðkirkjunnar til að bæta samskipti innan embættisins og við söfnuðinn.

Stofnandi IKEA heitir milljörðum til góðgerðarmála

Milljarðamæringurinn Ingvar Kamprad sem stofnaði húsgagnaverslunina IKEA hefur heitið því að verja sem nemur tæpum 200 milljörðum íslenskra króna til góðgerðarmála. Þetta kemur fram á vefmiðli Telegraph.

Uppgötva plánetu þar sem sólarlagið er tvöfalt

Geimvísindamenn NASA hafa uppgötvað plánetu sem gengur á sporbaug í kring um tvær sólir. Möguleikinn á því að líf þrífist á þess háttar plánetum er töluvert meiri en á þeim sem snúast aðeins kring um eina sól.

Þvingunaraðgerðir Bandaríkjanna ósanngjarnar

Forsætisráðherra segir ákvörðun bandaríkjaforseta um að beita Ísland þvingunaraðgerðum vegna hvalveiða hafa komið sér á óvart. Aðgerðir Bandaríkjanna séu ósanngjarnar.

Ísrael: Friði verður aðeins náð með samningum

Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, segir að áform Palestínumanna um að fá viðurkenningu á ríki sínu fyrir Sameinuðu þjóðunum muni ekki ganga eftir. Bæði Bandaríkin og Ísrael leggja á það áherslu að Palestínumenn dragi umsókn sína um aðild að Sameinuðu þjóðunum til baka.

Óvissa um leyfi fyrir endurgerð fornaldarkirkju

Deilt er um hvort að endurgerð fornaldarkirkunnar Þorláksbúðar í Skálholti hafi fengið öll tilskilin leyfi en staðsetning kirkjunnar hefur verið gagnrýnd. Kirkjuráð mun á miðvikudag fjalla um framhald verkefnisins.

Steingrímur: Ekki tími fyrir hreystiyfirlýsingar

Fjármálaráðherra telur tjón íslenskra fyrirtækja af beitingu hryðjuverkalaganna vera meira en segir í skýrslu um málið. Hann útilokar ekki málshöfðun en segir þetta heldur ekki vera tíma hreystiyfirlýsinga.

Slasaðist á fjórhjóli

Erlend kona féll af fjórhjóli við Stöng í Þjórsárdal um fjögurleytið í dag. Grunur leikur á um að konan sé mjaðmagrindarbrotin.

Árvakur uppfyllir ekki kröfur banka

Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, uppfyllir ekki lengur skilyrði í lánasamningi við Íslandsbanka sem kveður á um lágmarks eigið fé og rekstrarhagnað. Félagið á í viðræðum við bankann um fjármögnun og óvíst er hver niðurstaðan verður.

Sjö látnir eftir skjálftann í Nepal

Að minnsta kosti sjö eru látnir eftir að öflugur jarðskjálfti reið yfir Nepal og Norðurhéröð Indlands eftir hádegi í dag. Björgunarsveitir leita nú þeirra sem talið er að séu fastir í húsarústum í höfuðborg landsins.

Íslendingar ferðaglaðari í ár en í fyrra

Fleiri Íslendingar ferðuðust til útlanda í sumar en í fyrrasumar samkvæmt þjóðarpúlsi Gallup. Þar kemur fram að rúmlega 40% Íslendinga hafi ferðast brott af landinu í sumar, samanborið við rúm 30% síðasta sumar. Frá þessu var greint í fréttum RÚV í dag.

Ögmundur bloggar um skiptar skoðanir og atkvæðagreiðslur

"Í stjórnmálum hefur verið gert alltof mikið úr samræmdu göngulagi. Það hefur lengi verið mín sannfæring að í stjórnarmeirihluta eigi það viðhorf að þykja eðlilegt, að við atkvæðagreiðslu kunni einstakir þingmenn og ráðherrar að hafa skiptar skoðanir," segir Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra í færslu sem hann birti á bloggi sínu í dag.

Hvassviðri á landinu í dag

Hvasst hefur verið með eindæmum á landinu í dag. Þessar myndir náðust í Hvalfirðinum um þrjúleytið. Á myndinni sést hvernig sjórinn rýkur upp í úða á miðjum firðinum af völdum hviðanna.

Þrýsta á afsögn Berlusconi

Silvio Berlusconi stendur nú frammi fyrir meiri háttar þrýstingi um að hann láti af völdum, eftir að afrit af símtölum hans voru birt á Ítalíu um helgina. Í einu símtali stærir hann sig af því að hafa sofið hjá átta stelpum meðan fleiri biðu í röð við herbergisdyr hans. Í öðru segist vera "forsætisráðherra í frítíma sínum".

Suu Kyi merkir jákvæðar breytingar í Búrma

Friðarverðlaunahafinn Aung San Suu Kyi segir loks vera merki um stjórnarfarslegar breytingar í Búrma. Hún tekur þó fram að fólk landsins sé enn langt því frá raunverulega frjálst.

Gærdagurinn á Alþingi

Á síðasta degi þingsins í gær voru samþykkt ný sveitarstjórnarlög, ný lög um greiðsluþjónustu og lög um breytingar á lögum um lífeyrissjóði, svo aðeins fátt eitt sé nefnt en alls voru tuttugu lagabálkar samþykktir.

Skotið á mótmælendur í Jemen

15 manns létu lífið og minnst 100 særðust þegar skotið var á mótmælendur í Jemen í dag. Sveitir hliðhollar Ali Abdullah Saleh, forseta landsins, skutu af húsþökum á mótmælendur sem kröfðust afsagnar Saleh.

Jarðskjálfti á Indlandi

Jarðskjálfti varð í norðaustur-Indlandi í dag. Hann var 6,8 á richter. Enn sem komið er hafa ekki borist neinar tilkynningar af manntjóni, en skjálftinn olli miklum ótta í landinu.

Kominn úr sjálfheldu

Ferðamaðurinn sem kom sér í sjálfheldu í Náttfaravík við Skjálfanda er heill á húfi. Björgunarsveitinni á Húsavík tókst að komast að manninum og bjarga honum úr klettunum.

Ferðamaður fastur í klettum

Ferðamaður kom sér í sjálfheldu í klettum í Náttfaravík við Skjálfanda. Björgunarsveitir hafa þegar verið kallaðar út. Þær munu koma sér á staðinn á skipum frá Húsavík og aðaldal. Þetta kom fram á vefmiðli Ríkisútvarpsins.

Tvö flugslys á 24 tímum

Flugmaður missti stjórn á rellu sinni á flugsýningu í Bandaríkjunum í gær, hrapaði til jarðar og lét lífið. Flugvélin lenti blessunarlega langt frá áhorfendum á sýningunni og enginn skaðaðist annar en flugmaðurinn. Yfirvöld hafa ekki opinberað nafn eða auðkenni flugmannsins.

Framsóknarmenn vilja lögsækja breska ríkið

Framsóknarflokkurinn hyggst leggja fram þingsályktunartillögu þess efnis að mál verði höfðað á hendur breskar ríkinu vegna beitingar hryðjuverkalaganna. Framsóknarmenn lögðu tillöguna fram á síðasta þingi, en þá hlaut hún ekki afgreiðslu.

Ísrael: umsókn Palestínu verður ekki samþykkt

Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, telur að umsókn Palestínumanna um aðild að Sameinuðu þjóðunum muni ekki bera árangur. Hann segir að viðurkenning á ríki Palestínumanna og varanlegur friður náist eingöngu með beinum samningaviðræðum.

Sjá næstu 50 fréttir