Innlent

Íslendingar ferðaglaðari í ár en í fyrra

Fleiri Íslendingar ferðuðust til útlanda í sumar en í fyrrasumar samkvæmt þjóðarpúlsi Gallup. Þar kemur fram að rúmlega 40% Íslendinga hafi ferðast brott af landinu í sumar, samanborið við rúm 30% síðasta sumar. Frá þessu var greint í fréttum RÚV í dag.

Svo virðist sem búseta fólks hafi sitt að segja, því íbúar höfuðborgarsvæðisins fóru frekar erlendis en landsbyggðarfólk. Þannig fór rúmur helmingur höfuðborgarbúa út í sumar, en aðeins um fjórðungur þeirra sem búa úti á landi.

Þeir sem lokið hafa háskólaprófi ferðast einnig frekar en þeir sem minni menntun hafa.

Aftur á móti breytist hlutfall þeirra sem ferðast innanlands lítið milli ára, en það eru rúm 80%. Þar hafa breytur eins og menntun og búseta einnig minni áhrif.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×