Innlent

Óvissa um leyfi fyrir endurgerð fornaldarkirkju

Kristinn Valur Ingólfsson, nývígður vígslubiskup í Skálholti sér fram á að verkefnið lendi í biðstöðu.
Kristinn Valur Ingólfsson, nývígður vígslubiskup í Skálholti sér fram á að verkefnið lendi í biðstöðu.
Deilt er um hvort að endurgerð fornaldarkirkunnar Þorláksbúðar í Skálholti hafi fengið öll tilskilin leyfi en staðsetning kirkjunnar hefur verið gagnrýnd. Kirkjuráð mun á miðvikudag fjalla um framhald verkefnisins.

Síðasta sumar var ráðist í framkvæmdir við að endurhlaða Þorláksbúð kennda við Þorlák biskup helga. Það er Þorláksbúðarfélagið undir forystu Árna Johnsen sem stendur fyrir framkvæmdunum og var það mikið hugðarefni séra Sigurðar heitins Sigurðarsonar fyrrum vígslubiskups. Undanfarið hefur hins vegar komið fram gagnrýni á framkvæmdina til dæmis hvað varðar staðsetningu hússins, það er í nánd við Skálholtskirkju.

Þá hefur verið efast um hvort að tilskilin leyfi hafi fengist frá ættingjum Harðar en það var Sigurður heitinn sem hafði samband við þá. Kirkjuráð mun fjalla um verkefnið á miðvikudaginn og kemur þá í ljós hvort verkefnið verði sett á bið eða skoðað að gera breytingar á því, til dæmis að færa bygginguna.

Nýr vígslubiskup í Skálholti segir ekki annað hægt en að setja verkefnið í biðstöðu þar til það kemur í ljós hvort allar heimildir liggi fyrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×