Innlent

Kominn úr sjálfheldu

Ferðamaðurinn sem kom sér í sjálfheldu í Náttfaravík við Skjálfanda er heill á húfi. Björgunarsveitinni á Húsavík tókst að komast að manninum og bjarga honum úr klettunum.

Maðurinn er ferðamaður frá Lettlandi. Hann hafði komið sér á klettasyllu í um 50-70 metra hæð. Þar hafði hann fallið og ekki getað reist sig. Svo lá hann á maganum á syllunni, skorðaður með göngustaf og í bráðri hættu að sögn björgunarsveitarmanna.

Maðurinn hafði legið í tvær til þrjár klukkustundir þegar björgunarsveitarmenn komu á staðinn. Þeir voru fljótir að koma bandi niður til hans og hífa hann upp af klettabeltinu. Maðurinn er að sögn björgunarsveitarmanna nokkuð þrekaður en þó heill á húfi.

Björgunarðagerðir tókust vel og eru björgunarmenn nú á leið af svæðinu og heim í bækistöðvar sínar.


Tengdar fréttir

Ferðamaður fastur í klettum

Ferðamaður kom sér í sjálfheldu í klettum í Náttfaravík við Skjálfanda. Björgunarsveitir hafa þegar verið kallaðar út. Þær munu koma sér á staðinn á skipum frá Húsavík og aðaldal. Þetta kom fram á vefmiðli Ríkisútvarpsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×