Erlent

Rússneskur auðkýfingur kýlir kollega sinn í spjallþætti - myndband

Alexander Lebedev er flugríkur og skapstór Rússi.
Alexander Lebedev er flugríkur og skapstór Rússi. Mynd/AFP
Rússneski auðkýfingurinn Alexander Lebedev lét annan viðskiptajöfur smakka á hnefum sínum í sjónvarpsviðtali á föstudaginn var. Lebedev er meðal ríkustu manna veraldar, eigandi fjögurra breskra fjölmiðla og fleiri fyrirtækja.

Í spjallþættinum kýldi hann kollega sinn Sergei Polonsky úr sæti sínu eftir að sá síðarnefndi setti fram gagnrýni á Lebedev.

Í þættinum sagði Polonsky „Ég get varla hamið mig, mig langar svo mikið að kýla hann í rifin." Við þessi ummæli rauk Lebedev á fætur með orðunum „Jæja, reyndu það þá."

Lebedev róaði sig eftir það og settist niður en þegar Polonsky byrjaði upp á nýtt að gagnrýna hann stökk hann upp ég lét höggin dynja á Polonsky sem flaug af stól sínum.

Yfir helgina sendu báðir mennirnir frá sér viðbrögð við atburðunum. Polonsky setti myndir af sárum sínum og rifnum fötum inn á netið og sagðist hyggja á lögsókn.

Lebedev sagði í viðtali við fréttamiðil að hann hefði bara verið að „kæfa aumingjalega hótun".

Hér er linkur á myndband af atburðinum á youtube:

https://www.youtube.com/watch?v=Gr842osXSck&feature=player_embedded#!




Fleiri fréttir

Sjá meira


×