Innlent

Slasaðist á fjórhjóli

Mynd úr safni
Erlend kona féll af fjórhjóli við Stöng í Þjórsárdal um fjögurleytið í dag. Grunur leikur á um að konan sé mjaðmagrindarbrotin.

Að sögn lögreglunnar á Selfossi var konan ásamt öðrum manni í fjórhjóla-túr. Þau tvímenntu fjórhjólið. Einhver misskilningur varð með bremsu og bensíngjöf sem olli því að þau köstuðust bæði af græjunni.

Hún var flutt með sjúkrabíl til Reykjavíkur á spítala. Enn hefur ekki fengist staðfest hvort um mjaðmagrindarbrot er að ræða.

Athugasemd: Með þessari frétt var upphaflega birt mynd af gulum fjórhjólum í eigu fyrirtækisins Fjórhjólaævintýri á Grindavík. Þau fjórhjól tengdust slysinu sem varð í dag ekki á nokkurn hátt. Stjórnendur fyrirtækisins báðu fréttastofu um að fjarlægja þá mynd vegna ímyndarskaða sem myndbirtingin gæti valdið. Það hefur nú verið gert og biðst fréttastofa velvirðingar á myndbirtingunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×