Fleiri fréttir

Fyrirætlanir um frelsun „njósnara“ tefjast

Óvænt hindrun tefur fyrirætlanir um að frelsa bandarísku strákana tvo sem dæmdir voru á 8 ára fangelsi í Íran í síðasta mánuði. Undirskrift dómara nokkurs er nauðsynleg svo samningurinn komist í gegnum stjórnkerfi landsins. Sá dómari er hins vegar í fríi þar til á þriðjudag. Þar með bresta vonir strákanna um að losna í hvelli.

Aukaferð til Eyja á morgun

Eimskip hafa ákveðið að sigla oftar en venjulega milli Lands og Eyja á morgun. Fimmtu ferðinni verður bætt við, kl. 14:30 frá Eyjum og 16:00 frá Landeyjahöfn.

Ökumenn fastir á suðurlandi

Björgunarsveitin Kyndill á Kirkjubæjarklaustri var kölluð út laust fyrir klukkan 11 í dag. Ástæðan var ökumenn sem fest höfðu bíla sína og voru aðstoðar þurfi.

Bátsferðum til Vestmannaeyja aflýst

Öllum ferðum Baldurs milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja hefur verið aflýst í dag vegna veðurs. Ekki er hægt að nota Þorlákshöfn við þessar aðstæður.

Siemens rýfur tengsl við kjarorkuiðnað

Þýski tæknirisinn Siemens hyggst hætta allri þróun og framleiðslu á tækjum fyrir kjarnorkuver. Formælendur fyrirtækisins segja ákvörðunina rétta eftir slysið í Fukushima í Japan í marsmánuði. Í samtali við þýska tímaritið Spiegel segi Peter Loescher, forstjóri Siemens, ákvörðunina endurspegla afstöðu þýsku þjóðarinnar og stjórnmálamanna hennar að rjúfa eigi öll tengsl við kjarnorkuframleiðslu í heiminum. Hann segir þann kafla í sögu Siemens lokið og tók sérstaklega fram að allar vörur sem nýttar eru í kjarnorkuver verði teknar strax af markaði.

Strauss-Kahn í viðtal

Dominique Strauss-Kahn mun koma fram í sjónvarpsviðtali í kvöld - í fyrsta sinn eftir að fallið var frá ákæru á hendur honum fyrir að nauðga herbergisþernu á hóteli í NewYork. Strauss-Kahn, sem er fyrrum framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins mun verða gestur í fréttaskýringaþætti á frönsku sjónvarpsstöðinni TF1 þar sem Claire Chazal, vinkona eiginkonu Strauss-Kahn, mun taka við hann viðtal. Lögmaður herbergisþernunnar í New York, segja Strauss-Kahn þurfa að svara ágengnum spurningum fréttamannsins, annars sé ljóst að um skipulagða upphafningu á mannorði hans sé að ræða.

Tíu gistu fangageymslur

Tíu manns gistu fangageymslur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt, þar af fjórir fyrir ölvunarakstur. Auk þess var einn handtekinn vegna minniháttar líkamsárásar fyrir utan skemmtistaðinn Óliver. Að sögn lögreglunnar var talsverð ölvun í miðborginni í nótt.

Mikið um nauðungarsölur á Suðurnesjunum

Nú stefnir í að nauðungarsölur hjá Sýslumanninum í Keflavík verði jafnmargar hið minnsta og í fyrra. Þá höfðu nauðungarsölur aldrei verið fleiri á svæðinu. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV.

Sekta þá sem klára ekki matinn sinn

Veitingastaður í Saudi-Arabíu hefur tekið upp á því að sekta viðskiptavini sína ef þeir klára ekki matinn sem þeir panta. Eigendur staðarins segja þessa nýstárlegu viðskiptahætti hugsaða til að hvetja fólk til að eyða ekki of miklu í mat og gerast ekki of djarfir í pöntunum.

Mánuður menntavísinda í HÍ

Menntavísindasvið Háskóla Íslands bauð í dag upp á opið hús í tilefni þess að september er mánuður menntavísinda á aldarafmæli háskólans. Grunn og framhaldsskólar hvaðanæva af landinu tóku þátt í dagskránni meðal annars með kynningu á frumsamdri tónlist, tilraunasmiðju undir leiðsögn kennara og uppistandi í hjólastól á vegum nýútskrifaðs þroskaþjálfa á Menntavísindasviði.

Útihátíð fyrir matgæðinga

Íslenskar sultur, pylsur, salt og sælgæti var meðal þess sem hægt var að finna á útimarkaði í tilefni matarhátíðarinnar Full borg matar sem nú fer fram í Reykjavík.

Þýskur ráðherra vill sniðganga facebook

Þýski ráðherra neytendaverndar hvetur ráðuneyti sitt til að sniðganga samskiptamiðilinn facebook. Ráðherran telur að vegna lagalegra ágreiningsefna um persónuvernd ættu yfirvöld landsins ekki að setja facebook-hnapp á allar opinberar internet síður og því síður stofna fan-page um ráðuneyti landsins.

Enginn með fyrsta vinning

Ljóst er að fyrsti vinningur í Lottó verður fjórfaldur í næstu viku, þar sem enginn hlaut fyrsta vinning í kvöld. Fyrsti vinningur var 17.564.350 krónur.

Milljarðatjón vegna hryðjuverkalaga

Tjón íslenskra fyrirtækja vegna þeirrar ákvörðunar breska stjórnvalda að beita hryðjuverkalögum gegn íslandi árið 2008 er talið nema um fimm milljörðum króna.

Sprengja nærri Taj Mahal

Lítil sprengja sprakk í dag nálægt Taj Mahal, aðalferðamannastað Indlands. Sex manns meiddust. Lögregluyfirvöld landsins segja að um heimagerða sprengju hafi verið að ræða. Of snemmt væri að segja til um hvort hryðjuverkasamtök stæðu á bak við árásina.

Óvenjuleg veðurblíða á landinu

Óvenjumikil hlýindi voru á landinu öllu í dag. Hitin stóð í tveggja stafa tölu á öllum byggðum bólum, en einnig var hlýtt á hálendinu.

Þingfundi slitið

Þingfundi var slitið nú rétt fyrir klukkan sex. Þar með var 139. löggjafarþingi slitið. Nú fá þingmenn tveggja vikna frí frá karpi, en nýtt þing verður sett 1. október næstkomandi.

Berlusconi montar sig af kynlífi

Glaumgosinn Silvio Berlusconi varð fyrir enn einu áfallinu í dag þegar fjölmiðlar á Ítalíu birtu afrit af símtölum hans þar sem hann montar sig af því að 11 stúlkur bíði í röð fyrir utan dyrnar hjá honum eftir því að fá að hafa við hann kynmök.

Alþingismenn í ham

Alþingi hefur fúnkerað sem vel smurð maskína í dag og afgreitt hvert frumvarpið á fætur öðru. Það sem af er degi hefur þingið afgreitt 18 frumvörp sem lög, en þingfundur hófst klukkan 9:30 í morgun. Það gerir að meðaltali rúmlega eitt frumvarp á hálftíma. Þingmenn stefna að því að afgreiða tvö frumvörp til viðbótar og slíta svo haustþingi.

Tvísýna um eyjasiglingar á morgun

Útlit er fyrir að fella þurfi allar ferðir Baldurs milli lands og Eyja niður á morgun vegna veðurs. Þorlákshöfn kæmi ekki til greina sem varahöfn. Því eru þeir sem þurfa að komast til og frá eyjum á morgun hvattir til að taka ferjuna í dag.

Enn skelfur Katla

7 jarðskjálftar hafa orðið við Kötlu það sem af er degi. Skjálftarnir hafa verið fremur litlir, sá stærsti 2,7 á richter. Veðurfræðingur á vakt segir ekki um óvenjulega virkni að ræða. Katla hafi töluvert hrist sig undanfarna mánuði og því ekki um óvenjulega virkni að ræða.

Jón Bjarnason segir skilyrði ESB víðtæk

Þau skilyrði sem Evrópusambandið setur Íslandi eru víðtækari en skilyrði annarra ríkja í aðildarviðræðum og ekki verður séð að slakað mikið sé á kröfum ESB vegna smæðar landsins eða þess að hér sé bændastéttin fámenn miðað við það sem gerist með milljónaþjóðum. Þetta segir Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Dópaðir slást við slökkviliðið

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út að íbúð við Njálsgötu vegna eldsvoða um hádegisbil í dag. Einn slökkviliðsbíll var sendur á staðinn.

Aukin fasteignakaup

Níutíu og átta samningum vegna fasteignakaupa var þinglýst á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku samanborið við sjötíu og tvo samninga á sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram á vef Þjóðskrá Íslands. Heildarvelta nam rúmum tveimur komma sjö milljörðum króna og jókst um sjö hundruð milljónir milli ára.

Vítisenglum vísað frá

Norsk yfirvöld vísuðu þremur vítisenglum úr landi í gær þar á meðal einum Íslendingi. Mennirnir voru nýkomnir til landsins í tengslum við afmælisveislu norskra vítisengla. Íslendingurinn er þegar búinn að kæra ákvörðun norskra yfirvalda en hinir mennirnir voru frá Englandi og Frakklandi.

Myndband af flugslysinu

Fréttastofa greindi frá því í morgun að þrír hefðu látist eftir að flugmaður missti stjórn á flugvél sinni á flugsýningu. Áhorfendur á sýningunni náðu myndum af atburðinum. Myndirnar eru fremur óskýrar enda ekki teknar af fagfólki.

Nýr vígslubiskup vígður á morgun

Biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson, vígir sr. Kristján Val Ingólfsson til embættis vígslubiskups í Skálholtsumdæmi en vígslan fer fram í Skálholtsdómkirkju á morgun. Séra Kristján hlaut flest atkvæði í kjöri til vígslubiskups eða áttatíu atkvæði af hundrað fjörtíu og tveimur en kosið var á milli hans og Sigrúnar Óskarsdóttur, prests í Árbæjarkirkju. Kristján hefur gengt ýmsum störfum innan kirkjunnar frá því hann var vígður til prests árið 1974. Hann þjónar nú sem sóknarprestur á Þingvöllum og er verkefnisstjóri helgissiða og kirkjutónlistar á Biskupsstofu.

Hafró segir hvalveiðarnar sjálfbærar

Í ástandsskýrslum Hafrannsóknarstofnunar kemur fram að þeir hvalastofnar sem Íslendingar veiða þola verulegar veiðar. Og eru veiðarnar vel innan við sjálfbær mörk. Ákvörðun Bandaríkjamanna að beita íslenska ríkið diplómatískum þvingunum vegna hvalveiða virðist ekki styðjast við vísindaleg rök.

Októberfest sett í Munchen

Borgarstjórinn í Munchen opnaði fyrsta bjórkútinn og setti þar með 178. Októberfest-hátíðina í morgun. Búist er við því að yfir 6 milljón gestir frá öllum heimshornum ferðist til Þýskalands til að taka þátt í gleðinni sem stendur næstu 17 daga.

Jóhanna segir sigurinn sinn

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir sáttina um stjórnarráðsfrumvarpið hvorki vera sigur fyrir stjórnarandstöðuna né ósigur fyrir sjálfa sig. Ferill málsins sé þó til marks um að leggja eigi septemberþingið af.

Össur mun styðja umsókn Palestínu

Össur Skarphéðinsson mun fyrir Íslands hönd styðja umsókn Palestínu um viðurkenningu um að landið sé sjálfstætt ríki. Þessu lýsti Össur yfir í ferð sinni til Gazasvæðisins síðastliðið sumar og aðstoðarmaður hans, Kristján Guy Burgess, staðfesti við fréttastofu.

Loftárásir Nató á Sirte í nótt

Talsmaður Muammar Gaddafi segir loftárásir Nató á Sirte í nótt hafa drepið 354 manns. Lofárásirnar lentu á íbúðarhúsi og hóteli. Þetta fullyrti hann í viðtali við Reuters, en fullyrðingar hans hafa ekki verið staðfestar, enda hefur verið lokað á mest öll samskipti frá bænum síðan Tripoli féll.

Neyddir til að lenda vegna veikinda farþega

Flugvél Iceland Express á leið frá New York til Keflavíkur var í nótt neydd til að lenda í Goose Bay í Kanada vegna veikinda farþega. Líkur benda til þess að um mjög alvarlegt flogakast hafi verið að ræða.

Uppreisnarmenn ráðast inn í Sirte

Uppreisnarmenn í Líbíu réðust inn í fæðingarbæ Gaddafí, Sirte, í morgun. Alla vega 100 bílar sáust keyra inn í bæinn, sem er eitt síðasta vígi stuðningsmanna Gaddafí. Uppreisnarmenn reyna nú að leggja hann undir sig.

Fjölskyldudagur Strætó í dag

Fjölskyldudagur Strætó er haldinn í dag. Markmið viðburðarins er að kynna starfsemi Strætó, en hann er hluti af Evrópskri samgönguviku sem nú stendur yfir. Fjölbreytt dagskrá verður við höfuðstöðvar Strætó bs. að Hesthálsi 14 milli klukkan 13:00-16:00.

Þrír látnir eftir flugsýningu

Þrír létust og tugir slösuðust þegar flugvél á flugsýningu í Nevada hlekktist á í lofti og hrapaði til jarðar á áhorfendur. Formælendur sýningarinnar telja að vél flugvélarinnar, sem var af gerðinni Mustang, hafi bilað. Flugvélin hafi þó haft öll tilskilin leyfi og staðist allar skoðanir athugasemdalaust. Þá var flugmaðurinn, Jimmy Leeward, einn sá þekktasti og reyndasti á sínu sviði.

Pétur Blöndal: Gjaldeyrishöftin eins og ópíum

Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, líkti gjaldeyrishöftunum við ópíum á þingfundi í dag. Hann lýsir sig andstæðan frumvarpi ríkisstjórnarinnar um framlengingu gjaldeyrishaftanna.

Flugfreyjur skrifa undir kjarasamning

Nýr kjarasamningur Flugfreyjufélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins fyrir hönd Icelandair var undirritaður í húsakynnum Ríkissáttasemjara laust eftir miðnætti í gærkvöldi. Samningafundur hafði þá staðið frá því klukkan tíu í gærmorgun samkvæmt vef Morgunblaðsins.

Nóttin róleg hjá lögreglu

Nóttin var róleg hjá lögreglunni á landinu öllu. Á höfuðborgarsvæðinu gistu þrír menn fangageymslur lögreglunnar. Dælubílar slökkviliðsins voru ekki kallaðir út, en sjúkraflutningamenn fóru hins vegar í um þrjátíu útköll.

Geðlæknir metur litháísku móðurina sakhæfa

Litháísk kona, sem grunuð er um að hafa skilið andvana barn sitt eftir í ruslageymslu í júlí, er sakhæf samkvæmt niðurstöðu geðrannsóknar sem nú liggur fyrir. Endanleg ákvörðun um sakhæfi hennar er í höndum dómara að aðalmeðferð málsins lokinni.

Ráðherra efast um sjálfbærni hvalveiða

Íslensk stjórnvöld mótmæltu aðgerðum bandarískra stjórnvalda vegna veiða á langreyði á fundi með bandaríska sendiherranum. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segir að efast megi um að langreyðaveiðar séu sjálfbærar á meðan ekki sé markaður fyrir afurðirnar.

Vilja vísa tillögu um staðgöngumæðrun frá

Lagt hefur verið til á Alþingi að þingsályktunartillögu um skipun starfshóps sem semja á frumvarp um heimilun staðgöngumæðrunar í velgjörðarskyni verði vísað frá. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Mörður Árnason, þingmenn Samfylkingarinnar, lögðu frávísunartillöguna fram í gær.

Sjá næstu 50 fréttir