Erlent

Jarðskjálfti á Indlandi

Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Jarðskjálfti varð í norðaustur-Indlandi í dag. Hann var 6,8 á richter. Enn sem komið er hafa ekki borist neinar tilkynningar af manntjóni, en skjálftinn olli miklum ótta í landinu.

Sprungur mynduðust í byggingum í nærliggjandi bæjum. Flestar símalínur eru niðri og rafmagnið farið. Fólk þusti óttaslegið út á götur meðan skjálftinn skók bæina svo háhýsi riðuðu.

„Enn er of snemmt að segja til um skaðann sem hlýst af," segir ritari almannavarna þar í landi.

Nokkrir skjálftar hafa orðið á Indlandi á árinu, en engir hafa valdið stórfeldu tjóni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×