Innlent

Hvassviðri á landinu í dag

Vindur ýfir sjóinn í Hvalfirði.
Vindur ýfir sjóinn í Hvalfirði. Mynd/Egill
Hvasst hefur verið með eindæmum á landinu í dag. Þessar myndir náðust í Hvalfirðinum um þrjúleytið. Á myndinni sést hvernig sjórinn rýkur upp í úða á miðjum firðinum af völdum hviðanna.

Vindstyrkurinn í dag fór hæst í 25,9 m/s á láglendi. Það var við Kolgrafafjarðarbrú. Á hálendinu náði vindhraðinn 26,7 m/s við Skarðsmýrarfjall.

Björgunarsveitir slysavarnafélagsins Landbjargar hafa átt fremur annasaman dag. Þó má í raun aðeins rekja eitt útkall beint til veðursins.

Þar var um að ræða erlenda ferðamenn á húsbíl á Breiðuvíkurheiði uppaf Patreksfirði. Í veðurofsanum drap bifreiðin á sér og ekki tókst að ræsa hann á ný. Björgunarsveitirnar Blakkur og Bræðrabandið voru kallaðar út frá Patreksfirði. Þær komu á staðinn, drógu húsbílinn niður á Patreksfjörð. Þar var honum komið í gang og ferðamennirnir dvelja nú á tjaldstæði þar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×